Á meðan ég man þá var ljósmyndin hér að neðan birt í tilefni af pistli Vals sem hann skrifaði um kattakonuna á meðan ég var í höfuðborginni ;-)
miðvikudagur, 27. júlí 2005
Viðmið
eru undarlegt fyrirbæri. Mér fannst t.d. alveg nógu langt að synda 25 metra milli bakkanna í sundlauginni hér á Akureyri, þar til ég fór að synda í Laugardalslauginni sem er 50 metra löng... Fannst ég aldrei ætla að vera komin yfir laugina - reyndi þó að líta á björtu hliðarnar - þurfti bara að synda 15 ferðir í stað 30 fyrir norðan. En svo kom ég heim aftur og viti menn, nú finnst mér ég varla vera lögð af stað frá bakkanum þegar ég er komin yfir. Já, það eru þessi blessuð viðmið, þau hafa svo mikið að segja varðandi það hvernig við skynjum hlutina.
Á meðan ég man þá var ljósmyndin hér að neðan birt í tilefni af pistli Vals sem hann skrifaði um kattakonuna á meðan ég var í höfuðborginni ;-)
Á meðan ég man þá var ljósmyndin hér að neðan birt í tilefni af pistli Vals sem hann skrifaði um kattakonuna á meðan ég var í höfuðborginni ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli