sunnudagur, 10. júlí 2005
Það er hrikalega erfitt
að ná af 30 ára gömlum veggdúk. Auðveldast er að ná ysta laginu sem er nokkuð hart plastefni en svo byrjar fjörið. Þrátt fyrir að bleyta pappírinn með vatni er hann ótrúlega fastur í líminu - sem er sjálft alveg pikkfast við vegginn. Vann í þessu í tæpan klukkutíma í morgun en fór þá í ræktina, alveg búin í hægri handleggnum. Dreif mig svo aftur af stað um hálf eitt og ætlaði aldeilis að taka þetta með trukki. Andri kom líka með mér og við hömuðumst á veggnum í dágóða stund, eða alveg þar til hægri handleggurinn var við það að detta af mér. Og nú er pása...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli