Hér kemur enn ein myndin sem tekin var þegar við hjónakornin fórum í bíltúr eitt kvöldið í vikunni sem er að líða. Það var svo einstaklega fallegt, sólin var lágt á lofti og magnaði landslagið upp eins og henni einni er lagið.
laugardagur, 30. júlí 2005
föstudagur, 29. júlí 2005
Stundum hringir
Ísak í mig í vinnuna og spyr um hitt og þetta, hvort hann megi poppa, hvort hann megi fá sér Sunlolly o.s.frv. Í dag hringdi hann til að tilkynna að hann væri að fara með vinum sínum í sundlaugargarðinn en þar eru skemmtileg leiktæki fyrir krakka. Af því þetta var um hádegisbilið spurði ég hann hvort hann væri búinn að borða eitthvað en það var hann ekki. Ég setti það sem skilyrði að hann yrði að borða fyrst. Þá kom hann með krók á móti bragði og spurði hvort hann mætti ekki bara taka með sér nesti. Það fannst mér góð hugmynd hjá honum og sagði að það væri alveg upplagt. Var svo sem ekki mikið að velta því fyrir mér hvaða nesti hann færi með, kannski kex og safa eða engjaþykkni. Seint í dag rak ég svo augun í bakpokann sem hann hafði farið með í Sundlaugargarðinn og fann að hann var frekar þungur. Opnaði pokann og viti menn - í honum fann ég glerkrukku með súkkulaðiáleggi, borðhníf, tóman kexpakka og vatnsflösku. Þá hafði Ísak sótt sér brauð í frysti og tekið með sér + súkkulaðiáleggið til að smyrja á brauðið. Mér fannst þetta eitthvað svo bráðfyndið að ég fór að skellihlægja - en var jafnframt ánægð með það hvað hann var duglegur að bjarga sér ;O)
En annars er ég komin í sumarfrí og Valur kemst í frí eftir helgi. Þannig að nú er bara að fara að plana hvað á að gera í fríinu.. við eigum t.d. alveg eftir að fara á Vestfirði en miðað við hvað við höfum stuttan tíma til ferðalaga þá verður það víst takmarkað sem við komumst yfir að gera. Það er þó alveg bráðnauðsynlegt að koma sér eitthvað burt úr bænum.
En annars er ég komin í sumarfrí og Valur kemst í frí eftir helgi. Þannig að nú er bara að fara að plana hvað á að gera í fríinu.. við eigum t.d. alveg eftir að fara á Vestfirði en miðað við hvað við höfum stuttan tíma til ferðalaga þá verður það víst takmarkað sem við komumst yfir að gera. Það er þó alveg bráðnauðsynlegt að koma sér eitthvað burt úr bænum.
fimmtudagur, 28. júlí 2005
Kaupangur í Eyjafjarðarsveit
Þetta er að breytast í myndablogg hjá mér... En hér kemur sem sagt önnur mynd sem tekin var í gærkvöldi - og þessi er birt fyrir Val sem bað svo fallega um það ;-)
Það rifjaðist upp fyrir mér áðan
af hverju ég reyni yfirleitt að halda mig við sömu hárgreiðslukonuna sem lengst. "Mín" hárgreiðslukona er farin í sumarfrí og ég klikkaði á að panta hjá henni tíma áður en hún fór í fríið. Hef áður farið á Medúllu og fundist það ágætt en datt í hug að prófa eitthvað nýtt og fór á stofu sem ég hef aldrei farið á áður. Liturinn í hárinu er fínn - og klippingin er örugglega alls ekki sem verst - en ég er bara ekki að fíla hana. Toppurinn (sem er nú þunnur fyrir því ég er með svo fíngert hár) var þynntur og styttur ansi hressilega en hluti af því skrifast á mig, ég gleymdi nefnilega að segja konunni að það má helst ekki klippa toppinn mjög stuttan því hann kippist svo mikið upp af sjálfu sér þegar hárið þornar. Pytt, pytt (það er aldeilis sem ég hugsa á norsku þessa dagana) þetta vex aftur!
miðvikudagur, 27. júlí 2005
Í kvöldblíðunni
Þessa mynd tók Valur í gærkvöldi á bökkum Eyjafjarðarár (eða þar í grenndinni a.m.k.) og er hún birt hér fyrir hestakonuna hana mömmu sem hefur enga hesta í Keflavíkinni ;-)
Viðmið
eru undarlegt fyrirbæri. Mér fannst t.d. alveg nógu langt að synda 25 metra milli bakkanna í sundlauginni hér á Akureyri, þar til ég fór að synda í Laugardalslauginni sem er 50 metra löng... Fannst ég aldrei ætla að vera komin yfir laugina - reyndi þó að líta á björtu hliðarnar - þurfti bara að synda 15 ferðir í stað 30 fyrir norðan. En svo kom ég heim aftur og viti menn, nú finnst mér ég varla vera lögð af stað frá bakkanum þegar ég er komin yfir. Já, það eru þessi blessuð viðmið, þau hafa svo mikið að segja varðandi það hvernig við skynjum hlutina.
Á meðan ég man þá var ljósmyndin hér að neðan birt í tilefni af pistli Vals sem hann skrifaði um kattakonuna á meðan ég var í höfuðborginni ;-)
Á meðan ég man þá var ljósmyndin hér að neðan birt í tilefni af pistli Vals sem hann skrifaði um kattakonuna á meðan ég var í höfuðborginni ;-)
mánudagur, 25. júlí 2005
Komin heim í heiðardalinn
.. eða þannig. Allavega komin heim aftur og tók sólina með mér úr höfuðborginni ;-) Hef sjaldan verið í Reykjavík í svona góðu veðri, það t.d. hreyfði ekki vind á Kjalarnesinu og sjórinn var spegilsléttur þegar við ókum þar hjá á þriðjudeginum.
Hjartaþræðingin hjá Hrefnu gekk bæði vel og illa en hún er búin að segja frá því öllu á sinni bloggsíðu svo ég ætla ekki að endurtaka það hér. Nú er bara að bíða og vona það besta.
Lofa lengri pistli næst - er bara í pásu í vinnunni - best að fara að gera eitthvað ;-)
Hjartaþræðingin hjá Hrefnu gekk bæði vel og illa en hún er búin að segja frá því öllu á sinni bloggsíðu svo ég ætla ekki að endurtaka það hér. Nú er bara að bíða og vona það besta.
Lofa lengri pistli næst - er bara í pásu í vinnunni - best að fara að gera eitthvað ;-)
mánudagur, 18. júlí 2005
Mikið sem það er skrýtið
að vera alein í stóru húsi sem venjulega er iðandi af lífi en núna að kvöldlagi er það þögnin sem ríkir og þögnin er svo mikil að hún er næstum áþreifanleg.
Er sem sagt í vinnunni og það er ekki sála hérna nema ég og mér finnst það eiginlega hálf óþægilegt. Lenti líka í erfiðleikum með að komast inn, reyndi árangurslaust að slá inn pin-númerið mitt nokkrum sinnum en það virkaði ekki! Skrýtið... Aðgangsnúmerið mitt hér (þetta er svo nýtt og flott hús að hér eru bara lykilkort og aðgangsnúmer en ekki venjulegir lyklar) og pin-númerið byrja nefnilega á sömu stöfum (smá afsökun fyrir ruglinu ;-) og mér fannst eftirlitsmyndavélin vera farin að horfa tortryggnum augum á mig þegar ég stóð þarna við innganginn og reyndi hvað eftir annað að slá inn númerið. Bjóst við Securitas á hverri stundu en þeir hafa nú ekki látið sjá sig ennþá.
En nú er sem sagt erindinu lokið og best að koma sér heim að pakka fyrir suðurferðina. Reikna ekki með bloggi fyrr en um helgina - sjáumst síðar og hafið það gott.
Er sem sagt í vinnunni og það er ekki sála hérna nema ég og mér finnst það eiginlega hálf óþægilegt. Lenti líka í erfiðleikum með að komast inn, reyndi árangurslaust að slá inn pin-númerið mitt nokkrum sinnum en það virkaði ekki! Skrýtið... Aðgangsnúmerið mitt hér (þetta er svo nýtt og flott hús að hér eru bara lykilkort og aðgangsnúmer en ekki venjulegir lyklar) og pin-númerið byrja nefnilega á sömu stöfum (smá afsökun fyrir ruglinu ;-) og mér fannst eftirlitsmyndavélin vera farin að horfa tortryggnum augum á mig þegar ég stóð þarna við innganginn og reyndi hvað eftir annað að slá inn númerið. Bjóst við Securitas á hverri stundu en þeir hafa nú ekki látið sjá sig ennþá.
En nú er sem sagt erindinu lokið og best að koma sér heim að pakka fyrir suðurferðina. Reikna ekki með bloggi fyrr en um helgina - sjáumst síðar og hafið það gott.
sunnudagur, 17. júlí 2005
Enn ein helgin
á enda og ný vika framundan. Þessi vika verður þó eilítið frábrugðin þeim sem á undan komu því ég ætla að fylgja Hrefnu til Reykjavíkur í hjartaþræðinguna. Valur verður í veiði einn dag og vinnu hina dagana og því þarf að koma Ísak í "fóstur" á daginn. Það gengur þó verr en venjulega þar sem Jón Stefán besti vinur hans er fjarverandi og Gunnar er líka að fara í burtu en þó ekki fyrr en á miðvikudaginn, svo Ísak getur verið hjá honum á þriðjudag en þá er Valur í veiðinni. Kosturinn er sá að Ísak á marga vini svo ég er ekki orðin ráðalaus ennþá.
Læt þetta duga að sinni, er hálf andlaus eitthvað þessa stundina.
Læt þetta duga að sinni, er hálf andlaus eitthvað þessa stundina.
föstudagur, 15. júlí 2005
fimmtudagur, 14. júlí 2005
Skil ekki
hvað er í gangi hjá mér. Hef ekki gert annað en sulla niður eða klína einhverju í fötin mín í dag.
Í morgun fór ég í hvítar buxur sem ég keypti mér í sumar. Ég hef ekki átt hvítar buxur síðan á unglingsárum og datt aldrei í hug að kaupa buxur í þeim lit meðan börnin voru lítil því ég var viss um að þau myndu alltaf káma mig alla út. Nema hvað, ég ákvað að vera sumarleg og sæt í dag í sólinni og fór því í hvítu buxunum í vinnuna. Tók reyndar eftir því þegar ég kom þangað að ég hafði ekki látið nægja að setja meik framan í mig, heldur var smá sletta á buxunum. Náði henni úr að mestu leyti og var góð alveg fram að hádegi. Þá fór ég að keyra Val á stofuna og þegar ég kom aftur hafði mér á óútskýranlegan hátt tekist að setja smurningu í buxurnar. Reyndar bara smá en samt voru þetta tveir blettir sem sáust vel Eitthvað kám var líka komið á hægra lærið.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim úr vinnunni var að skella buxunum í þvottavélina eftir að hafa úðað blettahreinsi á þær. Var svo í stuttbuxum úti í garði en skipti fyrir matinn og fór í hreinar buxur. Viti menn, þegar ég var að ganga frá eftir matinn þá missti ég dós með tómatsósu á gólfið og það skipti engum togum að sósan slettist út um allt og þar af fór slatti á buxurnar mínar. Sem "by the wy" fóru beinustu leið í þvottavélina...
Jæja, eftir matinn fóru Valur og Andri í bíó en ég ákvað að fara út að hjóla í góða veðrinu. Fór í þunnan jakka utan yfir mig (sem var tandurhreinn, ég hafði ekki notað hann frá síðasta þvotti) og hjólaði góðan hring. Þegar nær dró heimilinu var ég orðin svo þyrst að ég stoppaði á vídeóleigu og keypti mér eplasafa. Nennti ekki að bíða meðan ég kláraði hann og hjólaði af stað með safann í hægri hendinni . Stuttu seinna þurfti ég að bremsa snögglega (með handbremsunni að sjálfsögðu) og - kemur á óvart - eplasafinn kreistist úr fernunni og sprautaðist yfir vinstri handlegginn á mér...... Hvernig er þetta hægt??
P.S. Þetta er það sem Valur kallar kellingablogg (svona kjaftavaðall - en það verður bara að hafa það ;-)
Í morgun fór ég í hvítar buxur sem ég keypti mér í sumar. Ég hef ekki átt hvítar buxur síðan á unglingsárum og datt aldrei í hug að kaupa buxur í þeim lit meðan börnin voru lítil því ég var viss um að þau myndu alltaf káma mig alla út. Nema hvað, ég ákvað að vera sumarleg og sæt í dag í sólinni og fór því í hvítu buxunum í vinnuna. Tók reyndar eftir því þegar ég kom þangað að ég hafði ekki látið nægja að setja meik framan í mig, heldur var smá sletta á buxunum. Náði henni úr að mestu leyti og var góð alveg fram að hádegi. Þá fór ég að keyra Val á stofuna og þegar ég kom aftur hafði mér á óútskýranlegan hátt tekist að setja smurningu í buxurnar. Reyndar bara smá en samt voru þetta tveir blettir sem sáust vel Eitthvað kám var líka komið á hægra lærið.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim úr vinnunni var að skella buxunum í þvottavélina eftir að hafa úðað blettahreinsi á þær. Var svo í stuttbuxum úti í garði en skipti fyrir matinn og fór í hreinar buxur. Viti menn, þegar ég var að ganga frá eftir matinn þá missti ég dós með tómatsósu á gólfið og það skipti engum togum að sósan slettist út um allt og þar af fór slatti á buxurnar mínar. Sem "by the wy" fóru beinustu leið í þvottavélina...
Jæja, eftir matinn fóru Valur og Andri í bíó en ég ákvað að fara út að hjóla í góða veðrinu. Fór í þunnan jakka utan yfir mig (sem var tandurhreinn, ég hafði ekki notað hann frá síðasta þvotti) og hjólaði góðan hring. Þegar nær dró heimilinu var ég orðin svo þyrst að ég stoppaði á vídeóleigu og keypti mér eplasafa. Nennti ekki að bíða meðan ég kláraði hann og hjólaði af stað með safann í hægri hendinni . Stuttu seinna þurfti ég að bremsa snögglega (með handbremsunni að sjálfsögðu) og - kemur á óvart - eplasafinn kreistist úr fernunni og sprautaðist yfir vinstri handlegginn á mér...... Hvernig er þetta hægt??
P.S. Þetta er það sem Valur kallar kellingablogg (svona kjaftavaðall - en það verður bara að hafa það ;-)
miðvikudagur, 13. júlí 2005
mánudagur, 11. júlí 2005
Skrapa, skrapa, skrapa...
Úff, púff, "uffa meg" eins og þeir segja á norskunni. Það ætlar að reynast þrautin þyngri að ná þessu veggfóðri af - sem mömmu minnir að hafi verið límt með jötungripi á sínum tíma. Já, þau hafa ætlað að vera viss um að það dytti ekki af ;-)
Ég ætlaði að rifja upp gamla takta í eldamennskunni í dag og keypti lambakótilettur í raspi í kvöldmatinn. Þurfti reyndar að fá upplýsingar um matreiðslu á kótilettum hjá Bryndísi og ekki var það matreiðslan sem klikkaði. Nei, það var bragðið, ég er alltaf að sjá betur og betur að margt sem ég borðaði hér áður fyrr, finnst mér hreinlega ekki gott lengur. Næst kaupi ég kótilettur án rasps, það er alveg á hreinu. Andra leist svo illa á þetta að hann fór út í búð og keypti sér coca puffs sem hann svældi í sig í staðinn. Já, þetta er nú uppeldið hjá mér, leyfi unglingnum að borða pakkamat í staðinn fyrir "staðgott" lambakjöt (má líklega deila um heilbrigði kjötsins þegar búið er að velta því upp úr raspi og steikja það upp úr olíu). Ísak hins vegar spurði hvort þetta væri eins og Naggar og jú, jú, ég hélt það nú. Sú staðreynd + það að ég skar alla fituna í burt af hans kjöti dugði til þess að hann borðaði þrjú stykki. Sennilega öndum við öll léttar á morgun en þá kemur kokkurinn heim úr veiðinni og synirnir (og ég) fá eitthvað ætilegt á ný.
Ég ætlaði að rifja upp gamla takta í eldamennskunni í dag og keypti lambakótilettur í raspi í kvöldmatinn. Þurfti reyndar að fá upplýsingar um matreiðslu á kótilettum hjá Bryndísi og ekki var það matreiðslan sem klikkaði. Nei, það var bragðið, ég er alltaf að sjá betur og betur að margt sem ég borðaði hér áður fyrr, finnst mér hreinlega ekki gott lengur. Næst kaupi ég kótilettur án rasps, það er alveg á hreinu. Andra leist svo illa á þetta að hann fór út í búð og keypti sér coca puffs sem hann svældi í sig í staðinn. Já, þetta er nú uppeldið hjá mér, leyfi unglingnum að borða pakkamat í staðinn fyrir "staðgott" lambakjöt (má líklega deila um heilbrigði kjötsins þegar búið er að velta því upp úr raspi og steikja það upp úr olíu). Ísak hins vegar spurði hvort þetta væri eins og Naggar og jú, jú, ég hélt það nú. Sú staðreynd + það að ég skar alla fituna í burt af hans kjöti dugði til þess að hann borðaði þrjú stykki. Sennilega öndum við öll léttar á morgun en þá kemur kokkurinn heim úr veiðinni og synirnir (og ég) fá eitthvað ætilegt á ný.
sunnudagur, 10. júlí 2005
Það er hrikalega erfitt
að ná af 30 ára gömlum veggdúk. Auðveldast er að ná ysta laginu sem er nokkuð hart plastefni en svo byrjar fjörið. Þrátt fyrir að bleyta pappírinn með vatni er hann ótrúlega fastur í líminu - sem er sjálft alveg pikkfast við vegginn. Vann í þessu í tæpan klukkutíma í morgun en fór þá í ræktina, alveg búin í hægri handleggnum. Dreif mig svo aftur af stað um hálf eitt og ætlaði aldeilis að taka þetta með trukki. Andri kom líka með mér og við hömuðumst á veggnum í dágóða stund, eða alveg þar til hægri handleggurinn var við það að detta af mér. Og nú er pása...
laugardagur, 9. júlí 2005
Hrefna komin heim
af sjúkrahúsinu, Valur farinn í veiði, Ísak gistir hjá vini sínum, Andri er í tölvunni og ég er í letikasti. Hið sama má reyndar segja um kettina þannig að ég er í ágætis félagsskap. Bjó til pítsu í kvöldmatinn með smá aðstoð frá Andra sem hefur fengið einhver kokkagen frá föður sínum og er búinn að velja bæði matreiðslu og bakstur í skólanum næsta vetur. Ætlaði að láta það eftir mér að liggja í leti í dag og fór á bókasafnið til að fá mér blöð og bækur til að fullkomna letidaginn en kom að lokuðum dyrum. Lét það ekki aftra mér og lagðist þá bara upp í rúm í staðinn og steinsofnaði í klukkutíma eða svo. Fór svo og þvoði bílinn en það + pítsugerðin + sundferð er það eina sem ég hef gert af viti í dag. Verð að vera duglegri á morgun og fá Andra með mér í að skrapa af veggfóðrið á baðinu svo þetta verði tilbúið undir flísalagningu þegar múrarinn má vera að því að koma.
Valur fékk heimsókn í dag, skömmu eftir að hann var farinn af stað í veiðina, er þetta ekki dæmigert? En gesturinn var jafnvel að spá í að heimsækja hann þá bara í veiðina í staðinn - og vonandi gerir hann það. Ég veit að Valur yrði spældur að missa alveg af honum, enda gesturinn langt að kominn eða alla leið frá Minnesota.
Hrefna er sem sagt komin heim og þarf að taka lífinu með ró þar til hún fer í hjartaþræðinguna. Engin vinna, engin leikfimi en hún má fara í rólega göngutúra - og láta strax vita ef hjartslátturinn fer að hækka aftur. Vonandi gerist það ekki.
Jæja, ætla að kíkja á "The girl in the café" sem mér skilst að sé tekin upp hér á landi.
Valur fékk heimsókn í dag, skömmu eftir að hann var farinn af stað í veiðina, er þetta ekki dæmigert? En gesturinn var jafnvel að spá í að heimsækja hann þá bara í veiðina í staðinn - og vonandi gerir hann það. Ég veit að Valur yrði spældur að missa alveg af honum, enda gesturinn langt að kominn eða alla leið frá Minnesota.
Hrefna er sem sagt komin heim og þarf að taka lífinu með ró þar til hún fer í hjartaþræðinguna. Engin vinna, engin leikfimi en hún má fara í rólega göngutúra - og láta strax vita ef hjartslátturinn fer að hækka aftur. Vonandi gerist það ekki.
Jæja, ætla að kíkja á "The girl in the café" sem mér skilst að sé tekin upp hér á landi.
föstudagur, 8. júlí 2005
Lyfið farið að virka...
svo nú er Hrefna aldeilis að koma til. Hefur verið með eðlilegan púls frá því seinni partinn í gær, þ.e.a.s. eðlilegan hraða, hann er óreglulegur ennþá. En þar sem hjartað þarf ekki að erfiða svona rosalega lengur þá er hún bara full orku og langar mest til að fara í ræktina... Læknarnir eru nú ekki alveg tilbúnir að sleppa af henni hendinni ennþá en ef vel gengur fær hún að fara heim á sunnudaginn. Svo er komin dagsetning á hjartaþræðinguna en hún verður þann 20. júlí. Þannig að þetta er allt á réttri leið ;-)
fimmtudagur, 7. júlí 2005
Hrefna er heldur að hressast
sem betur fer. Hún var ekki að rjúka svona rosalega hátt í púls í dag eins og undanfarið. Er að vísu með mjög óreglulegan hjartslátt og fær ennþá þessi stuttu stopp á milli. Hún er nú samt ekkert á leiðinni heim af sjúkrahúsinu, þeir vilja hafa hana lengur undir eftirliti. En það er a.m.k. góðs viti að hún er ekki með svona rosalega hraðan púls. Hins vegar er hún ansi þreytt, enda kannski ekki skrítið eftir að hafa verið í svona ástandi í heila viku.
Annað er eiginlega ekki í fréttum. Ísak er að fara á fótboltamót á morgun á Ólafsfirði og pabbi hans á bókaðan dag í Eyjafjarðará. Svo fer Valur áfram í veiði í Mývatnssveit með bræðrum sínum frá laugardegi fram á þriðjudag. Ætli við Andri verðum ekki hér heima og dundum okkur við að ná gömlu veggfóðri af baðherberginu á milli þess sem ég heimsæki Hrefnu á sjúkrahúsið.
Annað er eiginlega ekki í fréttum. Ísak er að fara á fótboltamót á morgun á Ólafsfirði og pabbi hans á bókaðan dag í Eyjafjarðará. Svo fer Valur áfram í veiði í Mývatnssveit með bræðrum sínum frá laugardegi fram á þriðjudag. Ætli við Andri verðum ekki hér heima og dundum okkur við að ná gömlu veggfóðri af baðherberginu á milli þess sem ég heimsæki Hrefnu á sjúkrahúsið.
miðvikudagur, 6. júlí 2005
Sigurður var með myndavel
Veikindi
í fjölskyldunni hafa valdið því að bloggskrif hafa ekki verið efst á forgangslistanum í dag og í gær. Verð samt að segja frá því að eftir að hafa samviskusamlega notað gleraugun í tvo daga steingleymdi ég að setja þau á mig í morgun. Ekki alveg orðin vön því að vera með þau. Nema hvað, eftir tveggja tíma tölvuvinnu var ég að drepast í augunum þannig að það er ljóst að þau eru aldeilis að virka - sem er auðvitað hið besta mál. Ég þarf bara að venjast því að hafa þau á nefinu, finnst ég alltaf vera með einhvern aðskotahlut framan í mér.
Flestir sem að mér standa vita að Hrefna var lögð inn á sjúkrahús í gærmorgun með alvarlegar hjartsláttartruflanir. Líklega er þetta blogg alveg eins góð leið til að flytja fréttir af henni eins og hver önnur. Það er sem sagt tvennt sem er að plaga hana, alltof hraður hjartsláttur (fer yfir 240 og allt upp í 300, a.m.k. einu sinni) og svo hættir hjartað alveg að slá annað slagið í 3-4 sek. en það gerist aðallega á nóttunni. Verið er að reyna að ná tökum á hjartslættinum með lyfjagjöf en það virðist því miður ekki ganga of vel. Næsta skref yrði þá að hún færi í hjartaþræðingu (lífeðlisfræðilega rannsókn á hjartanu) þar sem reynt yrði að finna út úr því hvaða leiðslutruflanir eru í gangi og vonandi yrði hægt að brenna fyrir leiðsluna/æðina sem er að valda þessum óskunda. En deildin í Reykjavík sem annast þessar aðgerðir er lokuð vegna sumarleyfa. Þannig að vonandi fer nú lyfið að verka betur.
En hún hefur a.m.k. fótaferð svo þetta er ekki alslæmt... henni leiðist nú samt alveg hrikalega enda í fyrsta skipti á ævinni sem hún liggur á sjúkrahúsi. Svo er hún tengd við hjartarita sem pípir inni á vaktinni í hvert sinn sem hún fer upp fyrir ákveðna tölu og það gerist mjög oft, þannig að þá koma hjúkrunarfræðingarnir hlaupandi til að athuga hvort ekki sé í lagi með hana og henni finnst hún undir stöðugu eftirliti... sem hún náttúrulega er. En nú á að auka skammtinn af þessu lyfi sem hún fær svo maður vonar það besta ;-)
Flestir sem að mér standa vita að Hrefna var lögð inn á sjúkrahús í gærmorgun með alvarlegar hjartsláttartruflanir. Líklega er þetta blogg alveg eins góð leið til að flytja fréttir af henni eins og hver önnur. Það er sem sagt tvennt sem er að plaga hana, alltof hraður hjartsláttur (fer yfir 240 og allt upp í 300, a.m.k. einu sinni) og svo hættir hjartað alveg að slá annað slagið í 3-4 sek. en það gerist aðallega á nóttunni. Verið er að reyna að ná tökum á hjartslættinum með lyfjagjöf en það virðist því miður ekki ganga of vel. Næsta skref yrði þá að hún færi í hjartaþræðingu (lífeðlisfræðilega rannsókn á hjartanu) þar sem reynt yrði að finna út úr því hvaða leiðslutruflanir eru í gangi og vonandi yrði hægt að brenna fyrir leiðsluna/æðina sem er að valda þessum óskunda. En deildin í Reykjavík sem annast þessar aðgerðir er lokuð vegna sumarleyfa. Þannig að vonandi fer nú lyfið að verka betur.
En hún hefur a.m.k. fótaferð svo þetta er ekki alslæmt... henni leiðist nú samt alveg hrikalega enda í fyrsta skipti á ævinni sem hún liggur á sjúkrahúsi. Svo er hún tengd við hjartarita sem pípir inni á vaktinni í hvert sinn sem hún fer upp fyrir ákveðna tölu og það gerist mjög oft, þannig að þá koma hjúkrunarfræðingarnir hlaupandi til að athuga hvort ekki sé í lagi með hana og henni finnst hún undir stöðugu eftirliti... sem hún náttúrulega er. En nú á að auka skammtinn af þessu lyfi sem hún fær svo maður vonar það besta ;-)
mánudagur, 4. júlí 2005
Það er alltaf hálf tómlegt í húsinu
þegar góðir gestir eru farnir til síns heima á ný. Ísak sem hafði haft herbergisfélaga í tæpa viku fékk að gista á dýnu inni hjá okkur í nótt því honum fannst svo einmanalegt í herberginu eftir að Sigurður var farinn. En þetta er víst gangur lífsins, og gaf mér tækifæri til að útskýra orðið tómlegt fyrir honum...
En þeir frændur náðu að vinna þrekvirki daginn áður en Sigurður fór. Þannig var að á föstudeginum spurði hann hvort við gætum ekki gert eitthvað skemmtilegt, já t.d. gengið á eitthvað fjall. Ísak greip það á lofti og spurði hvort við gætum ekki gengið upp á Súlur. Hann hafði nefnilega aldrei gengið þangað upp en pabbi hans og Andri hafa farið nokkuð reglulega síðustu árin og sennilega fannst Ísak að hann gæti nú ekki verið minni en þeir að þessu leyti. Ég hef reyndar ekki gengið á Súlur síðan ég var 14 ára og er ekki viss um að ég hefði farið ef einhver annar hefði spurt mig. Hugsaði sem svo að 10 og 11 ára strákar myndu fara sér svo hægt að ég hlyti að eiga roð í þá. Hafði rétt fyrir mér að því leytinu, þeir stoppuðu ótal sinnum til að skoða steina, kasta grjóti, drekka úr lækjarsprænum, rannsaka skordýr og blóm o.s.frv. Þannig að við röltum þetta í rólegheitum og ekkert uppgjafarhljóð var í þeim þrátt fyrir að gangan tæki svolítið á, sérstaklega í urðinni. Já upp komumst við og hringdum m.a. til Noregs af toppnum til að Sigurður gæti montað sig af því að hafa gengið upp á 1144 m. hátt fjall á Íslandi.
Ég viðurkenni að það var mun erfiðara að ganga niður og tók hressilega í hnén á mér og einnig voru ökklarnir farnir að kvarta. En eftir heitt bað og góðan nætursvefn var ég nærri því eins og ný og ekkert nema smá strengir í lærunum í dag bera vitni um gönguna. Því miður gleymdi ég myndavélinni heima svo engar hef ég nú myndirnar til að hafa með þessari frásögn :-(
En þeir frændur náðu að vinna þrekvirki daginn áður en Sigurður fór. Þannig var að á föstudeginum spurði hann hvort við gætum ekki gert eitthvað skemmtilegt, já t.d. gengið á eitthvað fjall. Ísak greip það á lofti og spurði hvort við gætum ekki gengið upp á Súlur. Hann hafði nefnilega aldrei gengið þangað upp en pabbi hans og Andri hafa farið nokkuð reglulega síðustu árin og sennilega fannst Ísak að hann gæti nú ekki verið minni en þeir að þessu leyti. Ég hef reyndar ekki gengið á Súlur síðan ég var 14 ára og er ekki viss um að ég hefði farið ef einhver annar hefði spurt mig. Hugsaði sem svo að 10 og 11 ára strákar myndu fara sér svo hægt að ég hlyti að eiga roð í þá. Hafði rétt fyrir mér að því leytinu, þeir stoppuðu ótal sinnum til að skoða steina, kasta grjóti, drekka úr lækjarsprænum, rannsaka skordýr og blóm o.s.frv. Þannig að við röltum þetta í rólegheitum og ekkert uppgjafarhljóð var í þeim þrátt fyrir að gangan tæki svolítið á, sérstaklega í urðinni. Já upp komumst við og hringdum m.a. til Noregs af toppnum til að Sigurður gæti montað sig af því að hafa gengið upp á 1144 m. hátt fjall á Íslandi.
Ég viðurkenni að það var mun erfiðara að ganga niður og tók hressilega í hnén á mér og einnig voru ökklarnir farnir að kvarta. En eftir heitt bað og góðan nætursvefn var ég nærri því eins og ný og ekkert nema smá strengir í lærunum í dag bera vitni um gönguna. Því miður gleymdi ég myndavélinni heima svo engar hef ég nú myndirnar til að hafa með þessari frásögn :-(
föstudagur, 1. júlí 2005
Er með hálfgerða sjóriðu...
Var að fá mér gleraugu í fyrsta skipti á ævinni og sit nú með þau hér við tölvuna. Ég hafði farið þrisvar sinnum í sjónmælingu á síðustu tíu árum og ekkert fannst að sjóninni í mér. Vandamálið var bara að ég var alltaf að drepast í augunum, bæði ef ég sat lengi við lestur (eins og fylgir nú háskólanámi óhjákvæmilega) og eins ef ég sat lengi fyrir framan tölvuna.
Svo fór ég í fyrrahaust í sjónmælingu hjá sjóntækjafræðingnum á Glerártorgi og viti menn - hún mældi hjá mér einhverja (smá) nærsýni á öðru auga og svo sjónskekkju. Þrátt fyrir þessa vitneskju þráaðist ég við, fannst ég ekki þurfa gleraugu, ég sem hef alltaf séð svo vel. Hélt bara áfram með mína augnþreytu og verki. Alveg þar til fyrir 2-3 vikum síðan þegar Bergþóra (sem ég er að vinna með)sá mig vera stöðugt að nudda augun og vöðvana í kringum augun og spurði (frekar hvössum rómi) af hverju ég fengi mér ekki gleraugu. Það var fátt um svör og í lok þeirrar sömu viku fór ég á stúfana að leita mér að gleraugnaumgjörðum.
Sú leit gekk nú ekkert alltof vel. Mér fannst ég eins og furðufugl með flestar umgjarðir en á endanum fékk ég 7 mismunandi umgjarðir lánaðar heim yfir helgina. Val datt það snilldarráð í hug að taka myndir af mér með þær og svo gat ég skoðað á tölvuskjánum hvernig ég leit út með ólíkar umgjarðir. Einnig "böggaði" ég vini og vandamenn með fyrirspurnum um hvað færi mér best. Komst að vísu að því að persónulegur smekkur hvers og eins blandaðist óhjákvæmilega inn í þeirra mat en á endanum var þetta spurning um tvær umgjarðir. Einhverra hluta vegna var ég samt ekki alveg að "fíla" þær og skilaði öllum. Datt þá reyndar í hug að athuga í aðra verslun og sá þar í fyrstu atrennu gleraugu sem mér fundust smellpassa. Nú sit ég sem sagt með þessi sömu gleraugu og reyni að venjast þeim.Spurning hvað það tekur langan tíma að losna við sjóriðuna??
Svo fór ég í fyrrahaust í sjónmælingu hjá sjóntækjafræðingnum á Glerártorgi og viti menn - hún mældi hjá mér einhverja (smá) nærsýni á öðru auga og svo sjónskekkju. Þrátt fyrir þessa vitneskju þráaðist ég við, fannst ég ekki þurfa gleraugu, ég sem hef alltaf séð svo vel. Hélt bara áfram með mína augnþreytu og verki. Alveg þar til fyrir 2-3 vikum síðan þegar Bergþóra (sem ég er að vinna með)sá mig vera stöðugt að nudda augun og vöðvana í kringum augun og spurði (frekar hvössum rómi) af hverju ég fengi mér ekki gleraugu. Það var fátt um svör og í lok þeirrar sömu viku fór ég á stúfana að leita mér að gleraugnaumgjörðum.
Sú leit gekk nú ekkert alltof vel. Mér fannst ég eins og furðufugl með flestar umgjarðir en á endanum fékk ég 7 mismunandi umgjarðir lánaðar heim yfir helgina. Val datt það snilldarráð í hug að taka myndir af mér með þær og svo gat ég skoðað á tölvuskjánum hvernig ég leit út með ólíkar umgjarðir. Einnig "böggaði" ég vini og vandamenn með fyrirspurnum um hvað færi mér best. Komst að vísu að því að persónulegur smekkur hvers og eins blandaðist óhjákvæmilega inn í þeirra mat en á endanum var þetta spurning um tvær umgjarðir. Einhverra hluta vegna var ég samt ekki alveg að "fíla" þær og skilaði öllum. Datt þá reyndar í hug að athuga í aðra verslun og sá þar í fyrstu atrennu gleraugu sem mér fundust smellpassa. Nú sit ég sem sagt með þessi sömu gleraugu og reyni að venjast þeim.Spurning hvað það tekur langan tíma að losna við sjóriðuna??
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)