föstudagur, 18. mars 2005

Ég gekk í vinnuna eftir hádegið

og áttaði mig ekki á því fyrr en ég sá vinnustaðinn blasa við að ég hafði steingleymt að horfa í kringum mig á leiðinni. Það er lágmarkið að anda að sér fegurð náttúrunnar þegar maður er úti að ganga. Horfa til dæmis út fjörðinn, horfa á Kaldbak þar sem hann er baðaður í hádegissólinni, horfa á skýin, horfa á gróðurinn sem bráðum fer að vakna til lífsins, horfa á börnin sem eru á leið heim úr skólanum ... Og hvað gerði ég? Horfði niður á tærnar á mér alla leiðina!

Engin ummæli: