mánudagur, 21. mars 2005

Dagur að kvöldi kominn

og hér sit ég í vinnunni að fara yfir verkefni. Það sem hefur komð mér einna mest á óvart við yfirferð prófa og verkefna, er hversu hrikalega seinlegt það er. Fljótlegast er þó að fara yfir það sem vel er gert, en hitt - úff! Svo vill maður náttúrulega að nemendur læri eitthvað á þessu þ.a.l. fá þeir skrifaða umsögn með hverri einkunn - og það tekur sinn tíma. Ég ætlaði nú eiginlega ekki að eyða páskunum í yfirferð verkefna en mér sýnist á öllu að einhver verkefni fái að fljóta með mér heim í páskafríið.

Annars er allt bara meinhægt. Ísak gisti hjá einum vini sínum í fyrrinótt, svo gisti annar vinur hans hjá okkur síðustu nótt, spurning hvað gerist í nótt? Hins vegar er Andri kominn með félaga til sín og þeir eru búnir að tengja tölvurnar sínar saman, svo það verður víst ekki sofið mikið í nótt.

Heyrði í dag um jafnaldra Andra sem er að væla í foreldrum sínum að fá mótorcross hjól því vinir hans eiga báðir þannig. Ég sá þá að það er ekki mikið þó Ísak sé að væla um eitt "lítið" trommusett! Skyldi vera kennt á trommur í tónlistarskólum?

Engin ummæli: