föstudagur, 11. mars 2005

Brrrr

Er illa bitin af kuldabola og þrátt fyrir sjóðandi heitt bað næ ég ekki hrollinum úr mér. Ástæðan? Jú, ég fór að horfa á Ísak spila fótboltaleik í Boganum en það er yfirbyggður fótboltavöllur hér á Akureyri. Kuldinn þarna inni er þvílíkur að þrátt fyrir dúnúlpu (sem má reyndar muna sinn fífil fegurri, var keypt í barnadeildinni í Hagkaup fyrir nokkrum árum) og ullarpeysu var ég að frjósa úr kulda strax eftir 10 mín. dvöl þarna inni og eftir klukkutímann var ég komin með hor í nef og glamrandi tennur. En það er fótboltamót og hvað leggur maður ekki á sig til að fylgja börnunum eftir í því sem þau taka sér fyrir hendur.

Nú heyri ég hins vegar að Valur stoppar bílinn fyrir utan og það er best að drífa sig á lappir því við erum boðin í mat til Sunnu og Kidda ;-)

Engin ummæli: