Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! "Litla" barnið bara orðinn hálf fullorðið. Fyrir tíu árum síðan var allt á kafi í snjó á hérna á Akureyri og daginn sem við fórum með Ísak heim af fæðingardeildinni var ófært út úr götunni hjá okkur og bara búið að ryðja helstu strætisvagnaleiðir. Ég hafði ákveðið að fara heim þennan dag og var ekki á því að skipta um skoðun þó ófært væri. Þannig að kunningi okkar sem var á fjórhjóladrifnum Subaru keyrði okkur langleiðina heim, þ.e. hann setti okkur út við endann á götunni. Búið var að dúða Ísak í heilt fjall af fötum, vefja utan um hann teppi og stinga honum á bólakaf ofan í gamaldags kerrupoka svo honum yrði nú örugglega ekki kalt. Valur klofaði síðan með hann í gegnum skaflana og hríðarkófið, heim í faðm systkina sinna sem biðu spennt eftir því að fá litla bróður (og mömmu)heim af fæðingardeildinni.
Til hamingju með afmælið Ísak :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli