Það er eiginlega hálf fyndið en ég er ennþá í afslöppunargírnum og á erfitt með að koma mér að því að gera húsverkin. Er t.d. ekki ennþá búin að ganga frá ferðatöskunum þó ég sé vissulega búin að taka upp úr þeim. En - ég er búin að ryksuga í dag, ekkert smá dugleg! Annars litast helgin mjög af fótboltamótinu sem Ísak er að taka þátt í. Þetta er stöðugur akstur fram og tilbaka. Hann er búinn að keppa fjóra leiki og hans lið vann þá alla, sem honum finnst að sjálfsögðu ekki slæmt. Nú er fimmti leikurinn að fara að byrja og svo eru úrslitin á morgun. En hér (í miðjunni)og hér (nr. 7) má sjá Ísak á fullu í boltanum.
Læt þetta duga í bili enda hef ég lítið að segja. Vildi stundum óska að ég væri eins og anna.is sem skáldar heilu sögurnar þegar ekki er nóg að gerast í hennar eigin lífi.
P.S. Fengum afar ljúffengan mat hjá Sunnu og Kidda í gær. Takk kærlega fyrir okkur ;-)
(Þetta get ég sett á bloggsíðuna af því ég veit að umrædd vinahjón okkar lesa hana - en svo það sé alveg á hreinu þá þakkaði ég nú líka fyrir mig í gær!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli