fimmtudagur, 31. mars 2005
Ekki síðra
er gönguferð í Kjarnaskógi í hádeginu. Ferskt loft, fuglasöngur og við vinkonurnar fjaðurléttar í spori ;-)
þriðjudagur, 29. mars 2005
Hundelt...
Það gafst líka tími fyrir nokkrar sund- og gönguferðir þessa yndislegu sumardaga sem við fengum um páskana. Í einni gönguferðinni öðluðumst við Valur nýjan skilning á því hvað það þýðir að vera "hundeltur". Við vorum komin upp í hverfið hér fyrir ofan okkur og nýbúin að taka stefnu inn í Hólsgerði þegar það kom allt í einu hundur á fullri ferð og stökk upp á Val. Okkur brá nokkuð við þetta en héldum göngunni ótrauð áfram. Haldið þið þá ekki að hundurinn fari að elta okkur og síðan stökk hann af sama ákafa á alla sem á vegi okkar urðu en við vorum í því að tilkynna að við ættum ekki hundinn svo fólk héldi ekki að við værum svo kærulaus að hafa lausan hund á almannafæri.
Við fengum okkur sæti um stund á bekk og vonuðum að hundurinn myndi fara að elta einhverja aðra, en allt kom fyrir ekki. Hann hljóp kannski í smá stund á eftir einhverju fólki en svo kom hann aftur á fullri ferð tilbaka til okkar. Við vorum farin að örvænta um að sitja uppi með hundinn það sem eftir var - en viti menn, þegar við komum til móts við Möl og sand kom kona aðvífandi á bíl og bremsaði í snarhasti þegar hún sá hundinn. Hafði þá verið að leita að honum síðasta hálftímann. Mikið var ég glöð að hann skyldi komast aftur í hendur eigandans - og sennilega hefur hundurinn verið það líka!
Við fengum okkur sæti um stund á bekk og vonuðum að hundurinn myndi fara að elta einhverja aðra, en allt kom fyrir ekki. Hann hljóp kannski í smá stund á eftir einhverju fólki en svo kom hann aftur á fullri ferð tilbaka til okkar. Við vorum farin að örvænta um að sitja uppi með hundinn það sem eftir var - en viti menn, þegar við komum til móts við Möl og sand kom kona aðvífandi á bíl og bremsaði í snarhasti þegar hún sá hundinn. Hafði þá verið að leita að honum síðasta hálftímann. Mikið var ég glöð að hann skyldi komast aftur í hendur eigandans - og sennilega hefur hundurinn verið það líka!
Mikið liðu páskarnir fljótt
Bara allt í einu búnir - og ég sem ætlaði að gera svo margt í páskafríinu... Þetta voru ósköp ljúfir dagar. Við fengum heimsóknir og vorum með fólk í mat nánast á hverjum degi.
Á föstudaginn langa kom vinafólk okkar í mat, þau Sólrún, Oddur, Oddur yngri, Birkir og Lea Margrét, sem búa núna í Hafnarfirði. Ég á Sólrúnu margt að þakka. Við kynntumst þegar við vorum báðar á "óléttunámskeiði" á heilsugæslustöðinni og áttum svo börnin okkar með viku millibili. Ísak fæddist 14. mars og Lea Margrét þann 21. Og þar sem við vorum báðar heimavinnandi gerðum við mikið af því að droppa inn í kaffi/te hjá hvor annarri og þegar krakkarnir stækkuðu léku þau sér mikið saman. Í gegnum Sólrúnu byrjaði ég líka í saumaklúbb og svo síðar að æfa blak og kynntist mörgum góðum konum í kjölfarið. En svo fluttu þau suður og nú hittumst við ekki nema 2-3svar á ári. Gaman samt þegar það gerist!
Á laugardeginum komu svo Sunna, Kiddi og börn og borðuðu með okkur. Valur eldaði dýrindis fiskimáltíð sem samanstóð af grilluðum laxi, cous cous og afar bragðgóðri sósu með (jógúrt, sæt chilisósa og kóríander). Þessu var skolað niður með frönsku hvítvíni og félagsskapur þeirra hjóna svíkur aldrei ;-)
Á páskadag komu dóttirin og tengdasonurinn í mat (eftir að hafa ýjað ítrekað að því hvort þeim yrði ekki örugglega boðið í mat...). Þá töfraði bóndinn fram grillað lambafillé með Bordelais sósu og ofnbökuðum kartöflum. Já, og gleymum ekki rauðvíninu - helmingurinn af því fór nú í sósuna en við bóndinn skiptum hinum helmingnum bróðurlega á milli okkar. Og til að Hrefna slyppi nú við að elda á annan í páskum þá var þeim skötuhjúum boðið í afganginn af mexíkósku kjúklingavefjunum frá föstudeginum.
Á föstudaginn langa kom vinafólk okkar í mat, þau Sólrún, Oddur, Oddur yngri, Birkir og Lea Margrét, sem búa núna í Hafnarfirði. Ég á Sólrúnu margt að þakka. Við kynntumst þegar við vorum báðar á "óléttunámskeiði" á heilsugæslustöðinni og áttum svo börnin okkar með viku millibili. Ísak fæddist 14. mars og Lea Margrét þann 21. Og þar sem við vorum báðar heimavinnandi gerðum við mikið af því að droppa inn í kaffi/te hjá hvor annarri og þegar krakkarnir stækkuðu léku þau sér mikið saman. Í gegnum Sólrúnu byrjaði ég líka í saumaklúbb og svo síðar að æfa blak og kynntist mörgum góðum konum í kjölfarið. En svo fluttu þau suður og nú hittumst við ekki nema 2-3svar á ári. Gaman samt þegar það gerist!
Á laugardeginum komu svo Sunna, Kiddi og börn og borðuðu með okkur. Valur eldaði dýrindis fiskimáltíð sem samanstóð af grilluðum laxi, cous cous og afar bragðgóðri sósu með (jógúrt, sæt chilisósa og kóríander). Þessu var skolað niður með frönsku hvítvíni og félagsskapur þeirra hjóna svíkur aldrei ;-)
Á páskadag komu dóttirin og tengdasonurinn í mat (eftir að hafa ýjað ítrekað að því hvort þeim yrði ekki örugglega boðið í mat...). Þá töfraði bóndinn fram grillað lambafillé með Bordelais sósu og ofnbökuðum kartöflum. Já, og gleymum ekki rauðvíninu - helmingurinn af því fór nú í sósuna en við bóndinn skiptum hinum helmingnum bróðurlega á milli okkar. Og til að Hrefna slyppi nú við að elda á annan í páskum þá var þeim skötuhjúum boðið í afganginn af mexíkósku kjúklingavefjunum frá föstudeginum.
föstudagur, 25. mars 2005
Dugnaðarforkar
höfum við verið í gær og í dag. Ef mælt væri hver hefði gert mest þá kæmi reyndar í ljós að Valur hefur verið ennþá duglegri en ég - en það er nú ekkert nýtt. Forsaga málsins er sú að eftir breytingar í kjallaranum síðasta sumar þá hafa bækur heimilisins verið á hrakhólum og löngu orðið tímabært að koma þeim fyrir á nýjum stað. Þannig að ég pantaði þrjá Billy bókaskápa úr Ikea og auk þess fengu þrjár kommóður að fljóta með. Ein fór inn í Ísaks herbergi og hýsir þar alls konar dót, ein fór inn í hjónaherbergið og hýsir föt af sjálfri mér og sú þriðja fór í sjónvarpsherbergið þar sem hún hýsir nú tölvuleiki, vídeóspólur og dvd-diska. Bókaskáparnir eru komnir á ganginn í kjallaranum og á bara eftir að raða í þá. Þegar það verður búið ætla ég að ráðast á geymsluna undir stiganum næst!
Annars er bara allt í góðum gír. Ég fór í sund bæði í dag og í gær og synti 14 ferðir báða dagana. Það gerir að vísu ekki nema 300 metra en ég synti rösklega og bætti flugsundi við (reyndar ekki nema hálfri ferð....). Í morgun hitti ég gamla skólasystur í lauginni, hana Rún Halldórs sem núna býr á Akranesi. Kosturinn við páska er sá að þá flykkjast gamlir Akureyringar í bæinn og maður hittir fólk sem maður hittir ekki öllu jafna. En til þess að svo megi vera þarf reyndar að fara út úr húsi, í sund, í fjallið (þegar það er snjór þar..), á öldurhúsin o.s.frv.
Andri og vinur hans voru að skreiðast á lappir eftir að hafa eytt nóttinni í tölvuleiki - ég skil ekki alveg þetta dæmi að þurfa endilega að vaka megnið af nóttinni til að spila tölvuleiki. Það er, af hverju má ekki alveg eins sofa á nóttunni og leika sér á daginn - en það er nú svo margt sem ég skil ekki ;-)
Valur (öðru nafni Halur) situr hins vegar gegnt mér, með tölvu í kjöltunni og nú er það stóra spurningin, er hann að blogga?
Annars er bara allt í góðum gír. Ég fór í sund bæði í dag og í gær og synti 14 ferðir báða dagana. Það gerir að vísu ekki nema 300 metra en ég synti rösklega og bætti flugsundi við (reyndar ekki nema hálfri ferð....). Í morgun hitti ég gamla skólasystur í lauginni, hana Rún Halldórs sem núna býr á Akranesi. Kosturinn við páska er sá að þá flykkjast gamlir Akureyringar í bæinn og maður hittir fólk sem maður hittir ekki öllu jafna. En til þess að svo megi vera þarf reyndar að fara út úr húsi, í sund, í fjallið (þegar það er snjór þar..), á öldurhúsin o.s.frv.
Andri og vinur hans voru að skreiðast á lappir eftir að hafa eytt nóttinni í tölvuleiki - ég skil ekki alveg þetta dæmi að þurfa endilega að vaka megnið af nóttinni til að spila tölvuleiki. Það er, af hverju má ekki alveg eins sofa á nóttunni og leika sér á daginn - en það er nú svo margt sem ég skil ekki ;-)
Valur (öðru nafni Halur) situr hins vegar gegnt mér, með tölvu í kjöltunni og nú er það stóra spurningin, er hann að blogga?
miðvikudagur, 23. mars 2005
Ætlaði bara að ganga
í 10-15 mínútur á hlaupabrettinu í ræktinni í morgun en datt í að horfa á sjónvarpsþátt sem verið var að sýna á Skjá einum. Endaði á því að ganga í 40 mín. og hneykslast vel og rækilega í leiðinni. Þetta var þátturinn Svanurinn - sem ég hef ekki horft á áður og mun ekki horfa á fleiri slíka. En fyrir þá sem ekki vita hvað þátturinn fjallar um þá snýst málið um að "breyta ljótum andarungum í fallega svani" eins og þetta er orðað svo skemmtilega á heimasíðu þáttarins. Ofurvenjulegar konur eru teknar og þeim þrælað í gegnum lýtaaðgerðir, tannviðgerðir, líkamsrækt og sálfræðimeðferð - vegna þess að fram að þessu hefur útlitið (ljótleikinn) komið í veg fyrir að þær gætu orðið hamingjusamar!
Í þættinum í morgun voru tvær konur og önnur þeirra átti svo bágt, þ.e.a.s. hún var í svo ofboðslegu andlegu ójafnvægi að ég leyfi mér að fullyrða að þrátt fyrir að hún liti út eins og Barbie í lok þáttarins þá mun henni ekki líða neitt betur. En hún var komin með örlítið betri húð (eftir laseraðgerð), stór gervibrjóst, "surprise look" á andlitið (eftir lýtaaðgerð sem togaði augabrúnirnar m.a. upp á við og lagaði á henni nefið), þrýstnar varir (búið að sprauta fitu í þær), var orðin aðeins grennri (eftir fitusogið og líkamsþjálfunina) og tennurnar voru orðnar hvítari og beinni þannig að nú getur hún virkilega "smælað framan í heiminn". Hvað með það þó hún fái brjáluð reiðiköst og öskri á kallinn sinn og fari að gráta við minnsta tilefni?
Hitt tilfellið var ennþá skrýtnara. Einstæð móðir sem hafði reyndar fengið sinn skammt af ömurlegum karlmönnum sem höfðu komið illa fram við hana, en hún var í vinnu sem hjúkrunarfræðingur, átti son og var greinilega náin mömmu sinni. Vandamálið? Jú hún var aðeins of þung en ekki meir en svo að með því að skipta um mataræði og fara í líkamsrækt hefði hún náð kjörþyngd. Og með því að fá rétta hárgreiðslu og hugsa aðeins meira um útlitið hefði hún verið komin í toppstand. Þessi hafði verið módel þegar hún var yngri (og 30 kílóum léttari) og vildi ná aftur fyrra útliti. Ekki málið, bara skella henni í fitusog (andlit, magi, rass og læri), brjóstaminnkun, fegrunaraðgerð, tannviðgerðir o.s.frv.
Æ, ég veit það ekki. Mér finnst þetta bara svo mikð bull! Og hvaða skilaboð sendir þetta þeim konum sem horfa á þættina og eru óánægðar með sjálfar sig? Eða ómótuðum unglingsstúlkum? Einhvern veginn þá hélt maður að fólk væri komið lengra almennt á þroskabrautinni. Maður kaupir ekki hamingjuna, hvorki með peningum né ytra útliti. Og hana nú!
Í þættinum í morgun voru tvær konur og önnur þeirra átti svo bágt, þ.e.a.s. hún var í svo ofboðslegu andlegu ójafnvægi að ég leyfi mér að fullyrða að þrátt fyrir að hún liti út eins og Barbie í lok þáttarins þá mun henni ekki líða neitt betur. En hún var komin með örlítið betri húð (eftir laseraðgerð), stór gervibrjóst, "surprise look" á andlitið (eftir lýtaaðgerð sem togaði augabrúnirnar m.a. upp á við og lagaði á henni nefið), þrýstnar varir (búið að sprauta fitu í þær), var orðin aðeins grennri (eftir fitusogið og líkamsþjálfunina) og tennurnar voru orðnar hvítari og beinni þannig að nú getur hún virkilega "smælað framan í heiminn". Hvað með það þó hún fái brjáluð reiðiköst og öskri á kallinn sinn og fari að gráta við minnsta tilefni?
Hitt tilfellið var ennþá skrýtnara. Einstæð móðir sem hafði reyndar fengið sinn skammt af ömurlegum karlmönnum sem höfðu komið illa fram við hana, en hún var í vinnu sem hjúkrunarfræðingur, átti son og var greinilega náin mömmu sinni. Vandamálið? Jú hún var aðeins of þung en ekki meir en svo að með því að skipta um mataræði og fara í líkamsrækt hefði hún náð kjörþyngd. Og með því að fá rétta hárgreiðslu og hugsa aðeins meira um útlitið hefði hún verið komin í toppstand. Þessi hafði verið módel þegar hún var yngri (og 30 kílóum léttari) og vildi ná aftur fyrra útliti. Ekki málið, bara skella henni í fitusog (andlit, magi, rass og læri), brjóstaminnkun, fegrunaraðgerð, tannviðgerðir o.s.frv.
Æ, ég veit það ekki. Mér finnst þetta bara svo mikð bull! Og hvaða skilaboð sendir þetta þeim konum sem horfa á þættina og eru óánægðar með sjálfar sig? Eða ómótuðum unglingsstúlkum? Einhvern veginn þá hélt maður að fólk væri komið lengra almennt á þroskabrautinni. Maður kaupir ekki hamingjuna, hvorki með peningum né ytra útliti. Og hana nú!
þriðjudagur, 22. mars 2005
Las bloggið
hjá Hugskoti og áttaði mig á því að líklega væri ekki svo vitlaus hugmynd að sækja um frest hjá skattinum. Við erum ekki einu sinni búin að opna umslagið með skattframtalinu - hvað þá að gera nokkuð meira. En ég fékk gálgafrest til 30. mars svo nú er bara að bretta uppá ermarnar, spýta í lófana, setja í gírinn og .....
Þar sem sundiðkun mín (eða skortur á henni) hefur vakið mikla athygli vestanhafs tilkynnist hér með að ég fór í sund í morgun! Gleymdi bara alveg að telja ferðirnar þannig að ég get því miður ekki státað mig almennilega af afrekinu. En ég synti allar tegundir sunds nema flugsund, náði meira segja að synda bakkanna milli á skriðsundi - og það án þess að vera með blöðkur! Punkturinn yfir i-ið var svo heiti potturinn + gufa á eftir. Að þessu loknu malaði ég eins og köttur sem komist hefur í rjóma ;-)
Þar sem sundiðkun mín (eða skortur á henni) hefur vakið mikla athygli vestanhafs tilkynnist hér með að ég fór í sund í morgun! Gleymdi bara alveg að telja ferðirnar þannig að ég get því miður ekki státað mig almennilega af afrekinu. En ég synti allar tegundir sunds nema flugsund, náði meira segja að synda bakkanna milli á skriðsundi - og það án þess að vera með blöðkur! Punkturinn yfir i-ið var svo heiti potturinn + gufa á eftir. Að þessu loknu malaði ég eins og köttur sem komist hefur í rjóma ;-)
mánudagur, 21. mars 2005
Dagur að kvöldi kominn
og hér sit ég í vinnunni að fara yfir verkefni. Það sem hefur komð mér einna mest á óvart við yfirferð prófa og verkefna, er hversu hrikalega seinlegt það er. Fljótlegast er þó að fara yfir það sem vel er gert, en hitt - úff! Svo vill maður náttúrulega að nemendur læri eitthvað á þessu þ.a.l. fá þeir skrifaða umsögn með hverri einkunn - og það tekur sinn tíma. Ég ætlaði nú eiginlega ekki að eyða páskunum í yfirferð verkefna en mér sýnist á öllu að einhver verkefni fái að fljóta með mér heim í páskafríið.
Annars er allt bara meinhægt. Ísak gisti hjá einum vini sínum í fyrrinótt, svo gisti annar vinur hans hjá okkur síðustu nótt, spurning hvað gerist í nótt? Hins vegar er Andri kominn með félaga til sín og þeir eru búnir að tengja tölvurnar sínar saman, svo það verður víst ekki sofið mikið í nótt.
Heyrði í dag um jafnaldra Andra sem er að væla í foreldrum sínum að fá mótorcross hjól því vinir hans eiga báðir þannig. Ég sá þá að það er ekki mikið þó Ísak sé að væla um eitt "lítið" trommusett! Skyldi vera kennt á trommur í tónlistarskólum?
Annars er allt bara meinhægt. Ísak gisti hjá einum vini sínum í fyrrinótt, svo gisti annar vinur hans hjá okkur síðustu nótt, spurning hvað gerist í nótt? Hins vegar er Andri kominn með félaga til sín og þeir eru búnir að tengja tölvurnar sínar saman, svo það verður víst ekki sofið mikið í nótt.
Heyrði í dag um jafnaldra Andra sem er að væla í foreldrum sínum að fá mótorcross hjól því vinir hans eiga báðir þannig. Ég sá þá að það er ekki mikið þó Ísak sé að væla um eitt "lítið" trommusett! Skyldi vera kennt á trommur í tónlistarskólum?
sunnudagur, 20. mars 2005
Afslöppunarhelgi
er brátt að baki og ný vinnuvika framundan. Að vísu í styttri kantinum enda eru páskarnir ekki langt undan. Fór í fermingarveislu í gær en vinkona mín var að ferma yngri son sinn - og er núna búin með þennan fermingarpakka "for good" eins og hún sagði sjálf. Já, það verður spennandi að sjá hvort hann Ísak lætur ferma sig en Andri hefði átt að fermast í fyrra en valdi að gera það ekki. Hins vegar lét Hrefna ferma sig, þannig að ég hef reynslu af hvoru tveggja.
Var að drepast úr þreytu í gær og pirringi í dag. Er nokkurn veginn á núllpunkti eins og er.... hvorki sérlega þreytt né pirruð. Sem betur fer fyrir annað heimilisfólk ;-) Það var reyndar aðeins Valur sem þurfti að þola pirraða eiginkonu í dag, Ísak fór í bíó og var svo með Jóni Stefáni fram að kvöldmat en Andri var á handboltamóti á Egilsstöðum og kom ekki heim fyrr en um hálf sex. En við Valur fórum á Bláu könnuna og fengum okkur kaffi/te og hnallþórur og vorum hálf afvelta á eftir. Maður er orðinn svo óvanur því að borða rjómakökur að (meltingar)kerfið þolir það bara ekki.
Var að drepast úr þreytu í gær og pirringi í dag. Er nokkurn veginn á núllpunkti eins og er.... hvorki sérlega þreytt né pirruð. Sem betur fer fyrir annað heimilisfólk ;-) Það var reyndar aðeins Valur sem þurfti að þola pirraða eiginkonu í dag, Ísak fór í bíó og var svo með Jóni Stefáni fram að kvöldmat en Andri var á handboltamóti á Egilsstöðum og kom ekki heim fyrr en um hálf sex. En við Valur fórum á Bláu könnuna og fengum okkur kaffi/te og hnallþórur og vorum hálf afvelta á eftir. Maður er orðinn svo óvanur því að borða rjómakökur að (meltingar)kerfið þolir það bara ekki.
föstudagur, 18. mars 2005
Ég gekk í vinnuna eftir hádegið
og áttaði mig ekki á því fyrr en ég sá vinnustaðinn blasa við að ég hafði steingleymt að horfa í kringum mig á leiðinni. Það er lágmarkið að anda að sér fegurð náttúrunnar þegar maður er úti að ganga. Horfa til dæmis út fjörðinn, horfa á Kaldbak þar sem hann er baðaður í hádegissólinni, horfa á skýin, horfa á gróðurinn sem bráðum fer að vakna til lífsins, horfa á börnin sem eru á leið heim úr skólanum ... Og hvað gerði ég? Horfði niður á tærnar á mér alla leiðina!
Þar galaði haninnn þrisvar
og komið fram undir hádegi.... Ja, hringitónarnir sem sumir nota í farsímana sína!
fimmtudagur, 17. mars 2005
Fór í sund í morgun
Miðað við það hvað mér finnst gott að fara í sund (ég fæ eitthvað út úr því sem ég fæ bara ekki annars staðar) þá skil ég ekki af hverju ég fer ekki oftar í sund.
Hitti konu í lauginni sem ég þekki ekki neitt en hún fór að segja mér hvað það væri mikill munur að synda skriðsund með blöðkum. Hún væri nefnilega með svo stuttar fætur en þarna fengi hún framlengingu...og miklu meiri kraft. Ég ætti kannski að fá mér blöðkur, þá kæmist ég kannski milli bakkanna á skriðsundi. Þyrfti nauðsynlega að synda oftar og meira í einu, þá tækist mér kannski að koma mér upp smá þoli og úthaldi í sundinu. Já, það er af sem áður var. Í "gamla daga" þegar ég æfði sund (ásamt fleirum, Rósu vinkonu minni m.a.) þá fannst manni ekki mikið að synda nokkra kílómetra á æfingum. Núna dugi ég í mesta lagi 2-300 metra - en þá er heiti potturinn farinn að kalla svo hátt á mig að ég verð að hlýða!
Hitti konu í lauginni sem ég þekki ekki neitt en hún fór að segja mér hvað það væri mikill munur að synda skriðsund með blöðkum. Hún væri nefnilega með svo stuttar fætur en þarna fengi hún framlengingu...og miklu meiri kraft. Ég ætti kannski að fá mér blöðkur, þá kæmist ég kannski milli bakkanna á skriðsundi. Þyrfti nauðsynlega að synda oftar og meira í einu, þá tækist mér kannski að koma mér upp smá þoli og úthaldi í sundinu. Já, það er af sem áður var. Í "gamla daga" þegar ég æfði sund (ásamt fleirum, Rósu vinkonu minni m.a.) þá fannst manni ekki mikið að synda nokkra kílómetra á æfingum. Núna dugi ég í mesta lagi 2-300 metra - en þá er heiti potturinn farinn að kalla svo hátt á mig að ég verð að hlýða!
miðvikudagur, 16. mars 2005
Heilbrigð æska!
Þótt ótrúlegt megi virðast er ég gestgjafi núna fyrir 13 stráka en hef það svo náðugt að ég get setið við tölvuna og bloggað... Strákarnir fóru nefnilega allir út í "eina krónu" sem mig grunar að sé einhvers konar afbrigði af því sem hét "fallin spýta" í gamla daga. Það er því ró yfir húsinu í augnablikinu, svo mikil ró að Máni ákvað að hætta sér undan rúminu sem hann hafði falið sig undir. Fyrir stuttu síðan voru nefnilega 5-6 strákar að elta hann um allt og hann hefur sennilega talið sig vera í bráðri lífshættu. Í þessum orðum töluðum opnuðust útidyrnar og "pang" - Máni hvarf undir rúm aftur eins og skot..
þriðjudagur, 15. mars 2005
Stoltur knattspyrnumaður
Gleymdi alveg að geta þess að liðið hans Ísaks vann D-riðil Goðamótsins í fótboltanum. Þeir voru vel að gullinu komnir, spiluðu sex leiki og unnu þá alla. Ísak var svo stoltur og glaður að ég stenst eiginlega ekki að setja inn mynd af liðinu með sigurverðlaunin. Hver skyldi það nú vera sem fagnar mest?
Það getur verið ansi skemmtilegt
að horfa á samferðamennina í umferðinni á morgnana. Í morgun t.d. voru flestallir bílstjórar sem ég mætti svo ógurlega þreyttir. Einn sendibílstjóri geispaði svo ógurlega þegar hann ók fram hjá mér að ég hefði örugglega séð hvað hann borðaði í morgunmat hefði verið aðeins minna bil á milli bílanna. Langflestir sátu þó bara stjarfir við stýrið og störðu hálf brostnum augum fram fyrir sig. Það er eitthvað með þessa þriðjudaga, a.m.k. er heimilisfólkið mitt yfirleitt þreyttast á þriðjudagsmorgnum.
Hvað sem því líður þá hlýtur fólk að vera vaknað núna, þvílík er veðurblíðan úti. Sól, snjór, frost og blankalogn. Ég ákvað að ganga í vinnuna eftir hádegið til þess að anda að mér smá súrefni og koma hreyfingu á blóðið. Mikið sem það var hressandi. Var að hugsa um að lengja göngutúrinn en mundi þá eftir því að ég hafði lofað vinkonu minni að koma með henni út að ganga eftir vinnu í dag, svo ég á bara meira gott í vændum :-)
Hvað sem því líður þá hlýtur fólk að vera vaknað núna, þvílík er veðurblíðan úti. Sól, snjór, frost og blankalogn. Ég ákvað að ganga í vinnuna eftir hádegið til þess að anda að mér smá súrefni og koma hreyfingu á blóðið. Mikið sem það var hressandi. Var að hugsa um að lengja göngutúrinn en mundi þá eftir því að ég hafði lofað vinkonu minni að koma með henni út að ganga eftir vinnu í dag, svo ég á bara meira gott í vændum :-)
mánudagur, 14. mars 2005
Afmælisbarn dagsins
er Ísak Freyr sem er 10 ára í dag.
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! "Litla" barnið bara orðinn hálf fullorðið. Fyrir tíu árum síðan var allt á kafi í snjó á hérna á Akureyri og daginn sem við fórum með Ísak heim af fæðingardeildinni var ófært út úr götunni hjá okkur og bara búið að ryðja helstu strætisvagnaleiðir. Ég hafði ákveðið að fara heim þennan dag og var ekki á því að skipta um skoðun þó ófært væri. Þannig að kunningi okkar sem var á fjórhjóladrifnum Subaru keyrði okkur langleiðina heim, þ.e. hann setti okkur út við endann á götunni. Búið var að dúða Ísak í heilt fjall af fötum, vefja utan um hann teppi og stinga honum á bólakaf ofan í gamaldags kerrupoka svo honum yrði nú örugglega ekki kalt. Valur klofaði síðan með hann í gegnum skaflana og hríðarkófið, heim í faðm systkina sinna sem biðu spennt eftir því að fá litla bróður (og mömmu)heim af fæðingardeildinni.
Til hamingju með afmælið Ísak :-)
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! "Litla" barnið bara orðinn hálf fullorðið. Fyrir tíu árum síðan var allt á kafi í snjó á hérna á Akureyri og daginn sem við fórum með Ísak heim af fæðingardeildinni var ófært út úr götunni hjá okkur og bara búið að ryðja helstu strætisvagnaleiðir. Ég hafði ákveðið að fara heim þennan dag og var ekki á því að skipta um skoðun þó ófært væri. Þannig að kunningi okkar sem var á fjórhjóladrifnum Subaru keyrði okkur langleiðina heim, þ.e. hann setti okkur út við endann á götunni. Búið var að dúða Ísak í heilt fjall af fötum, vefja utan um hann teppi og stinga honum á bólakaf ofan í gamaldags kerrupoka svo honum yrði nú örugglega ekki kalt. Valur klofaði síðan með hann í gegnum skaflana og hríðarkófið, heim í faðm systkina sinna sem biðu spennt eftir því að fá litla bróður (og mömmu)heim af fæðingardeildinni.
Til hamingju með afmælið Ísak :-)
laugardagur, 12. mars 2005
Alveg hreint
ótrúlegt hvað við erum lítið þjáð af tímamismuninum eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum. Hafði hálf partinn reiknað með því að verða alveg eins og drusla fyrstu dagana en er bara spræk. Finn líka fyrir því hvað það er gott að taka sér smá frí frá daglega amstrinu og breyta um umhverfi - kannski það sé ástæðan fyrir því að ég er svona hress? Í Orlando var dagskráin algjörlega spiluð eftir þörfum yngri kynslóðarinnar og ekkert stress í gangi. Bara vakna, fara í laugina, fá sér morgunmat og fara svo eitthvert út. Eini gallinn var sá að við þurftum að keyra á alla staði, ekkert var í göngufæri, en það var samt ekki vandamál því umferðin gekk svo vel. Allir keyrðu á svipuðum hraða, allir voru kurteisir og gáfu sjens ef við höfðum óvart farið á vitlausa akrein.
Það er eiginlega hálf fyndið en ég er ennþá í afslöppunargírnum og á erfitt með að koma mér að því að gera húsverkin. Er t.d. ekki ennþá búin að ganga frá ferðatöskunum þó ég sé vissulega búin að taka upp úr þeim. En - ég er búin að ryksuga í dag, ekkert smá dugleg! Annars litast helgin mjög af fótboltamótinu sem Ísak er að taka þátt í. Þetta er stöðugur akstur fram og tilbaka. Hann er búinn að keppa fjóra leiki og hans lið vann þá alla, sem honum finnst að sjálfsögðu ekki slæmt. Nú er fimmti leikurinn að fara að byrja og svo eru úrslitin á morgun. En hér (í miðjunni)og hér (nr. 7) má sjá Ísak á fullu í boltanum.
Læt þetta duga í bili enda hef ég lítið að segja. Vildi stundum óska að ég væri eins og anna.is sem skáldar heilu sögurnar þegar ekki er nóg að gerast í hennar eigin lífi.
P.S. Fengum afar ljúffengan mat hjá Sunnu og Kidda í gær. Takk kærlega fyrir okkur ;-)
(Þetta get ég sett á bloggsíðuna af því ég veit að umrædd vinahjón okkar lesa hana - en svo það sé alveg á hreinu þá þakkaði ég nú líka fyrir mig í gær!)
Það er eiginlega hálf fyndið en ég er ennþá í afslöppunargírnum og á erfitt með að koma mér að því að gera húsverkin. Er t.d. ekki ennþá búin að ganga frá ferðatöskunum þó ég sé vissulega búin að taka upp úr þeim. En - ég er búin að ryksuga í dag, ekkert smá dugleg! Annars litast helgin mjög af fótboltamótinu sem Ísak er að taka þátt í. Þetta er stöðugur akstur fram og tilbaka. Hann er búinn að keppa fjóra leiki og hans lið vann þá alla, sem honum finnst að sjálfsögðu ekki slæmt. Nú er fimmti leikurinn að fara að byrja og svo eru úrslitin á morgun. En hér (í miðjunni)og hér (nr. 7) má sjá Ísak á fullu í boltanum.
Læt þetta duga í bili enda hef ég lítið að segja. Vildi stundum óska að ég væri eins og anna.is sem skáldar heilu sögurnar þegar ekki er nóg að gerast í hennar eigin lífi.
P.S. Fengum afar ljúffengan mat hjá Sunnu og Kidda í gær. Takk kærlega fyrir okkur ;-)
(Þetta get ég sett á bloggsíðuna af því ég veit að umrædd vinahjón okkar lesa hana - en svo það sé alveg á hreinu þá þakkaði ég nú líka fyrir mig í gær!)
föstudagur, 11. mars 2005
Brrrr
Er illa bitin af kuldabola og þrátt fyrir sjóðandi heitt bað næ ég ekki hrollinum úr mér. Ástæðan? Jú, ég fór að horfa á Ísak spila fótboltaleik í Boganum en það er yfirbyggður fótboltavöllur hér á Akureyri. Kuldinn þarna inni er þvílíkur að þrátt fyrir dúnúlpu (sem má reyndar muna sinn fífil fegurri, var keypt í barnadeildinni í Hagkaup fyrir nokkrum árum) og ullarpeysu var ég að frjósa úr kulda strax eftir 10 mín. dvöl þarna inni og eftir klukkutímann var ég komin með hor í nef og glamrandi tennur. En það er fótboltamót og hvað leggur maður ekki á sig til að fylgja börnunum eftir í því sem þau taka sér fyrir hendur.
Nú heyri ég hins vegar að Valur stoppar bílinn fyrir utan og það er best að drífa sig á lappir því við erum boðin í mat til Sunnu og Kidda ;-)
Nú heyri ég hins vegar að Valur stoppar bílinn fyrir utan og það er best að drífa sig á lappir því við erum boðin í mat til Sunnu og Kidda ;-)
fimmtudagur, 10. mars 2005
Komin heim aftur
eftir gott frí. "Borte er bra men hjemme er best" segir norskur málsháttur og tek ég undir það. En það var fínt í Orlando, bara svo það sé nú enginn misskilningur í gangi. Húsið var rosalega fínt og stóð alveg undir væntingum. Frábært að liðka sig á morgnana með smá sundæfingum (maður náði alveg fjórum til fimm sundtökum á billi bakkanna...) og Ísak þarf ekki mikið meira en eina sundlaug til að vera sæll og glaður.
Við höguðum okkur að sjálfsögðu eins og ekta túristar, fórum í Universal Studios, Wet'n Wild og Sea World, að ógleymdri siglingu á vatni þar sem við sáum m.a. krókódíla (alligators) og fleiri "kvikindi". Já, og eins og sönnum Íslendingum sæmir fórum við að sjálfsögðu í eina (eða fleiri...) vettvangsferðir í verslunarmiðstöðvar og það sem Kaninn nefnir "factory outlets". Ég get þó lofað því að við höfum líklega orðið landanum til skammar í innkaupunum, sem sást best á því að aðeins ein íþróttataska bættist við töskufjöldann á heimleiðinni.
Við lentum í Keflavík kl. hálf sex í gærmorgun og vorum mætt í morgunkaffi til mömmu og Ásgríms um hálf sjö! Lögðum svo af stað norður klukkutíma síðar og vorum komin heim um eittleytið. Kettirnir voru glaðir að fá okkur heim og hið sama má segja um leikfélaga Ísaks en síminn stoppaði varla í morgun þegar þeir voru búnir að átta sig á því að hann var kominn heim.
Hér sit ég núna og á að vera að undirbúa mig fyrir kennslu morgundagsins en hvort sem það er ferðaþreytu, tímamismun (5 tíma munur á Orlando og Akureyri) eða einhverju öðru að kenna þá er ég ekkert gífurlega "próduktíf" þessa stundina. Var samt búin að ákveða að verðlauna mig með sundferð þegar ég er búin svo það er best að spýta í lófana!
Við höguðum okkur að sjálfsögðu eins og ekta túristar, fórum í Universal Studios, Wet'n Wild og Sea World, að ógleymdri siglingu á vatni þar sem við sáum m.a. krókódíla (alligators) og fleiri "kvikindi". Já, og eins og sönnum Íslendingum sæmir fórum við að sjálfsögðu í eina (eða fleiri...) vettvangsferðir í verslunarmiðstöðvar og það sem Kaninn nefnir "factory outlets". Ég get þó lofað því að við höfum líklega orðið landanum til skammar í innkaupunum, sem sást best á því að aðeins ein íþróttataska bættist við töskufjöldann á heimleiðinni.
Við lentum í Keflavík kl. hálf sex í gærmorgun og vorum mætt í morgunkaffi til mömmu og Ásgríms um hálf sjö! Lögðum svo af stað norður klukkutíma síðar og vorum komin heim um eittleytið. Kettirnir voru glaðir að fá okkur heim og hið sama má segja um leikfélaga Ísaks en síminn stoppaði varla í morgun þegar þeir voru búnir að átta sig á því að hann var kominn heim.
Hér sit ég núna og á að vera að undirbúa mig fyrir kennslu morgundagsins en hvort sem það er ferðaþreytu, tímamismun (5 tíma munur á Orlando og Akureyri) eða einhverju öðru að kenna þá er ég ekkert gífurlega "próduktíf" þessa stundina. Var samt búin að ákveða að verðlauna mig með sundferð þegar ég er búin svo það er best að spýta í lófana!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)