föstudagur, 20. ágúst 2004
Verð að monta mig
Er komin með nýjan Powerbook Makka en sá gamli gaf upp öndina eftir 5 ára stanslausa notkun og þótti ekki taka því að láta gera við hann. Og svo það sé sagt, hann bilaði ALDREI á öllum sínum ferli. Þannig að það þótti nokkuð sjálfsagt að kaupa nýjan Makka þegar ákveðið var að fjárfesta í nýrri tölvu svo frúin á heimilinu gæti haldið áfram að færa bókhaldið og greiða reikningana rafrænt. Það er aldrei að vita nema þessi nýja tölva verið til þess að skáldagyðjan verði heimsótt á nýjan leik en eftir að hafa fengið 3 smásögur eftir mig birtar í Nýju lífi þá hef ég bara ekkert skrifað. NB! Var líka tölvulaus! Gat fengið að nota vinnutölvuna hans Vals - og gerði það svo eftirminnanlega þegar ég þurfti að undirbúa kennslu í Markaðsfræðinni síðasta vor - og minn heittelskaði þurfti margoft að bíta í það súra epli að tölvan var upptekin þegar hann ætlaði að nota hana. Þannig að nú ætti að draga verulega úr konfliktum á heimilinu :0) Meira að segja Ísak getur tekið gleði sína að nýju því hann fékk aldrei að fara á netið á vinnutölvu pabba síns vegna hættu á vírusum en það eru engir vírusar á Makkanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju elskan, þetta áttirðu nú skilið. Skrítið hvað tölvukaup eru erfið hérlendis, flestir kaupa jú eftir prís en það er engin grís því Makkinn í samanburði við hitt dótið er ekki bara öðruvísi, hann hefur eigið líf og veitir viðmót sem gefur líf.
Eftir fiskinn á Webernum og Penfoldinn líður manni nú vel og það besta er að strákarnir borða beinhreinsaðan fisk úr Mývatnsánni góðu þar sem ég bráðlega leggst á milli þúfna innan um hauströkkrið (YFIR MÉR).
Ég minni síðan alla á að hlusta á költ bandið Súkkat, sem er sennilega það besta hérlendis þótt víðar væri leitað milli þess sem rafrokk hljómar á 100 db eða meira, ekki meira núna.
Bara að skáldagyðjan nái tökum á frúnni og hún fyllist ekki neinni tregðu eða fullkomnunaráráttu.
Skrifa ummæli