Ég fylgdi Ísaki á skólasetningu Lundarskóla í morgun og það var gaman að sjá alla krakkana, svo sólbrúna og sæta eftir sumarið.
föstudagur, 20. ágúst 2004
Jæja, þá eru grunnskólarnir að byrja
og lífið fer bráðum að ganga sinn vanagang aftur. Það er bæði gott og slæmt eins og allt hitt í tilverunni. Það góða er að ég get byrjað að fara í leikfimi á morgnana aftur, Andri hættir að vaka á nóttunni og sofa á daginn (ég vakti hann í gærdag kl.15.00) og hann byrjar aftur á handboltaæfingum. Það slæma er að það styttist í veturinn og myrkrið sem óhjákvæmilega fylgir styttri sólargangi. Þó er ég búin að ráða töluverða bót á myrkrinu með "gleðilampanum" mínum sem ég keypti í fyrrahaust þegar ég fann að vetrardrunginn var að leggjast yfir mig. Þessi lampi er tær snilld, maður hefur hann bara á eldhúsborðinu og hefur kveikt á honum meðan maður les blöðin (hálftími á dag er nóg en ég er svo fljót að lesa svo það er gott að við fáum bæði Fréttablaðið og Moggann!).
Ég fylgdi Ísaki á skólasetningu Lundarskóla í morgun og það var gaman að sjá alla krakkana, svo sólbrúna og sæta eftir sumarið.
Ég fylgdi Ísaki á skólasetningu Lundarskóla í morgun og það var gaman að sjá alla krakkana, svo sólbrúna og sæta eftir sumarið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli