þriðjudagur, 18. mars 2014

Eitthvað svo tóm í augnablikinu

Veit ekki hvað það á að þýða. Ég sem er meira að segja búin að hitta fólk í dag „og alles“. Reyndar áttaði ég mig á því í gær að ég væri búin að yfirbóka daginn í dag, svona miðað við hvað ég hef verið slöpp undanfarið, svo ég afpantaði tannlæknatíma sem ég átti að mæta í kl. 10 í morgun. Hins vegar var bráðnauðsynlegt að fara í klippingu og litun til hennar Ernu. Það er alltaf jafn notalegt að koma á  stofuna til hennar og Soffíu, afslappað andrúmsloft og mikið spjallað. Svo var líka afskaplega mikilvægt að hitta vinkonur mínar, þær Unni og Heiðu, enda þurfti ég að aflýsa kaffihúsahittingi með þeim í síðustu viku. Ég var frekar framlág en náði svona nokkurn veginn að halda haus (held ég ;). 
Svo svindlaði ég big time í kvöldmatnum. Valur er á Sauðárkróki og ég var of þreytt og óupplögð til að láta mér detta eitthvað í hug til að elda. Þannig að ég leyfði Ísaki að koma með uppástungur að kvöldmatnum. Hann langaði í kjúklingabita og franskar, og ég ákvað að láta það eftir honum (og mér). Ég hef ekki smakkað djúpsteikta kjúklingabita í laaaaangan tíma og veit að það er m.a. hveiti í þeim og kannski eitthvað fleira óhollt fyrir mig. En ég stóðst ekki mátið og borðaði tvo bita. Til að kóróna óhollustuna fékk ég mér svo lakkrís á eftir ... (það er líka hveiti = glútein í lakkrís). Mér til mikillar undrunar varð mér ekki illt í maganum á eftir, kannski af því ég ákvað að úr því ég væri að svindla þá ætlaði ég bara að gera það með „góðri samvisku“ og ekki skammast út í sjálfa mig á eftir. En svo á eftir að sjá hvernig ég verð á morgun. Stundum vakna ég með poka undir augunum ef ég hef verið að borða glútein. 
Í kvöld hringdi ég svo í mömmu. Ég reyndar hringdi líka í sjúkraþjálfarann hennar fyrr í dag og hún sagði að það væri merkjanleg framför hjá mömmu þó hún gæti ekki bjargað sér sjálf ennþá. Hún er farin að ganga oftar og lengra fram á ganginn. Eins er hún farin að vera aðeins frammi á gangi / í setustofu, svo það er nú aldeilis flott. Mamma var samt pínu lúin eftir daginn þegar ég heyrði í henni og sagðist hafa verið með smá hita. Það er vonandi bara eitthvað tilfallandi. 
Akkúrat núna sit ég við tölvuna og blogga - í stað þess að fara snemma í háttinn eins og ég ætlaði að gera. Ég á líka eftir að taka mynd dagsins fyrir blippið mitt, og er algjörlega hugmyndasnauð í augnablikinu. Hm þarna fékk ég reyndar hugmynd... sem tók smá stund að framkvæma. Og til gamans þá læt ég hér fylgja bæði myndina og textann með blippi dagsins. Textinn er á ensku af því blipp samfélagið er enskumælandi.
One of my goals is to meditate more often, as I find it quite rewarding (those few times I actually do it). I like to use guided meditation, and during one of those (as I was reflecting on my current unemployment situation) those words came to me: "Everything is possible". 
In Icelandic, those words are: "Allt er mögulegt". I wrote them down on this piece of paper now tonight, and placed it in front of my computer.
Let's say I truly believed that everyting is possible, what then would I do with my life? That's the big question ;-)
P.S. Sjáið nú bara hvað það að blogga og blippa getur haft góð áhrif á eina konu. Þessi bloggfærsla endar á mun jákvæðari nótum en hún byrjaði ;)

Engin ummæli: