þriðjudagur, 25. febrúar 2014

Síðasta bókhalds-maraþonið ;-)

Jæja þetta nær því meira segja varla að vera maraþon, en ég er samt búin að liggja aðeins yfir bókhaldinu fyrir Potta og prik síðustu daga. Bæði þarf ég að skila af mér árinu 2013 til endurskoðandans, og eins þarf ég að klára bókhaldið fyrir janúar og febrúar 2014, fyrir virðisaukaskattskil. Þetta er allt að hafast, stefni að því að klára á morgun. En það er ótrúlegt hvað leynast villur í þessu dóti, jafnvel þó ég fari yfir og double-tékki þegar ég er að færa bókhaldið. En já bæði er ég nú oft að flýta mér og eins hjálpar vefjagigtin ekki til, eða heilaþokan öllu heldur en hún er jú fylgikvilli vefjagigtar. Þegar ég er slæm af henni þá þarf ég helst manneskju með mér til að passa uppá að ég geri engar stórvægilegar vitleysur hehe (og þá er ekki gott að vera að vinna með tölur ;).

Eftir góða bókhaldstörn í morgun dreif ég mig út á Gáseyri með myndavélina. Það var kannski ekki beint ljósmynda-vænt veður en ég hafði samt voða gott af því að fá mér ferskt loft og dreifa huganum aðeins. Einhverra hluta vegna fékk ég smá dillu fyrir því að taka myndir af hliðum sem ég sá - og hér er smá sýnishorn.






Engin ummæli: