mánudagur, 10. febrúar 2014

Heimsókn í kirkjugarðinn

Ég kom við í kirkjugarðinum í dag og heimsótti leiðið hans Ásgríms. Mér fannst svo leiðinlegt að geta ekki verið við jarðarförina hans en ekki gat ég verið á tveimur stöðum á sama tíma. Útförin var frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík á föstudegi en hann var jarðaður á mánudegi hér í Akureyrarkirkjugarði. Þar hvílir hann við hlið fyrri konu sinnar, Sigurlaugar Kristinsdóttur, en þau höfðu verið gift í nærri 50 ár þegar hún lést úr krabbameini í janúar 1996. Mér fannst leiðið hans Ásgríms svo fallegt þarna í dag og stóðst ekki mátið að taka mynd af því.


Engin ummæli: