sunnudagur, 16. febrúar 2014

Fegurð einfaldleikans


Þetta er kannski ekki ljósmynd sem „flestu“ fólki finnst falleg, en svona myndefni höfðar mikið til mín. Þar sem ytra landslagið sjálft hverfur og einungis verður eftir afmarkað svæði, sem er þó hægt að týna sér í að horfa á. Eins og ég hef örugglega sagt áður, þá er það eitthvað sérstakt við skilin milli himins og hafs sem heillar mig. Einhver óendanleiki kannski?

Það hefur stundum verið nefnt við mig að vera með ljósmyndasýningu á Læknastofum Akureyrar. Þar eru yfirleitt alltaf einhverjar listasýningar í gangi en ég hef neitað því hingað til, enda hvorki haft orku né umframtíma til að standa í slíku. Nú hef ég að minnsta kosti nægan tíma og að loknu núverandi gigtarkasti mun ég aftur fá orku. Það flóknasta er að velja myndir. Ég hafði hugsað mér að ef ég myndi einhvern tímann halda sýningu þá yrði það með blómamyndum. En núna veit ég ekki. Svo kemur líka sjálfsgagnrýnin til skjalanna. Hvaða erindi á ég upp á dekk? En ég fengi þá a.m.k. um eitthvað að hugsa á meðan. Æ, ég veit það ekki. En þetta er ástæðan fyrir því að ég er (afar óskipulega) að fara í gegnum myndirnar mínar og finn þá m.a. myndir eins og þessa hér að ofan.

1 ummæli:

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Þakka þér fyrir falleg orð Kristín Björk :-) Og já það hefði verið gaman að sjá framan í þig, það verður kannski bara seinna :)