þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Nú væri líklega snjallt að sleppa því að blogga
þar sem ég er í gigtarkasti og ekkert voðalega hress og kát. Og eins og venjulega þegar ég er í verkja- og þreytukasti hellast yfir mig áhyggjurnar af öllu sem ég þarf að gera en á erfitt með þegar ég er svona. Ég þyrfti til dæmis nauðsynlega að skipta á rúminu áður en Valur kemur heim (ætla ekki að lýsa því yfir á opinberum vettvangi hve langt er síðan það var gert síðast). Svo þyrfti ég að halda áfram að æfa lög og texta fyrir tónleikana á sunnudaginn, en meira að segja það finnst mér erfitt þegar ég er í þessu ástandi. Það er líka fallegt ljósmyndaveður úti en ekki hef ég mig í að fara út. Já og sturtan bíður, en ... vá mér finnst meira að segja erfitt að þurfa að fara í sturtu. Vinnan bíður líka og ef satt skal segja þá er það algjörlega óyfirstíganleg tilhugsun að þurfa að fara í vinnu þegar mér líður svona. En ég mun fara í vinnuna og það mun verða í lagi. Ég ætla að sleppa því að elda fyrir okkur Ísak í kvöld og láta Subway sjá um það. Hitt þarf ég víst að gera og það sem ég þarf allra mest að gera, er að hætta þessu væli. Ætli sé ekki best að taka af rúminu, drattast í sturtuna og rúlla svo nokkrum sinnum í gegnum kóralögin fyrir vinnu. Jamm, það held ég bara.
miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Mónótón söngur hljómar hér
Já það þýðir ekkert annað en sitja með sveittan skallann og æfa sig. Nú er það bara Betlehemsstjarnan alveg hægri vinstri... Laglínan sem sópran 2 syngur er að hluta til svo hræðilega eintóna að það er hálf erfitt að halda einbeitingunni. En já, ég skal ná þessu!!
Ég svaf illa síðustu nótt og var alltaf að vakna. Þar sem ég var nú einu sinni í fríi í dag ákvað ég að sleppa sundinu og leggja mig aftur þegar Ísak var farinn í skólann. En ég bara lá og lá en sofnaði ekki fyrr en eftir ca. klukkutíma. Þá vaknaði ég korteri seinna því ég hafði stillt klukkuna á hálf tíu, til þess að ég gæti hringt og athugað hvort Andri væri ekki örugglega vaknaður og viðbúinn að ná flugrútunni. Það var nefnilega bara ein flugrúta og hún fór frá BSÍ rúmum tveimur tímum fyrir brottför, en venjulega er nú miðað við að ferðafólk sé komið til Keflavíkur þá, svo það hefði verið slæmt að missa af rútunni. Já já, drengurinn orðinn tvítugur og mamman enn að passa uppá að hann vakni... Ætli maður þurfi ekki aðeins að slaka á klónni með þessi börn og leyfa þeim að passa sig sjálf.
En já, svo var ég bara eitthvað ómöguleg og vissi engan veginn í hvað ég ætti að nota þennan fína frídag. Það voru froststillur úti og ég var að spá í hvort ég ætti að fara út að taka myndir, en þá kom risastór veghefill og fór að hefla snjó í götunni, og lokaði mig inni. Þannig að ég hélt áfram að æða eirðarlaus um húsið og reyndi m.a. að hringja í eina vinkonu mína en hún var ekki heima. Þar til veghefillinn var farinn og þá dreif ég mig bara í kuldagallann og fór út með myndavélina. Það var reyndar skítkalt en ég var nú samt úti í eina tvo tíma eða svo.
Fór síðan í heimsókn til vinkonunnar sem þá var komin heim og ég hef ekki hitt lengi lengi. Einu sinni fórum við alltaf út að ganga saman, en svo fékk hún sér hund og fór í staðinn að fara út að ganga með annarri vinkonu sinni sem líka á hund, og við höfum einhvern veginn ekki fundið sambandinu farveg eftir það. Hún til dæmis kemur aldrei í heimsókn til mín, og ég var nú eiginlega búin að sætta mig við að ef ég vildi hitta hana þá færi ég til hennar eða við hittumst á kaffihúsi. En svo varð ég engu að síður hálf leið á því dæmi öllu saman. Iss piss, það er svo sem ekki eins og ég sé eitthvað að velta mér uppúr þessu, þetta kom bara upp í hugann þegar ég var að skrifa um að við hefðum hist í dag. Og nú er ég svo sannarlega farin að skrifa 100% kellingablogg, eins og Valur myndi kalla það.
En já eftir útiveruna og heimsóknina var ég orðin ótrúlega dösuð eitthvað en fór samt stutta ferð á bókasafnið + í Bónus að kaupa aðeins inn. Það er pínu flókið að vita hvað ég á að hafa í matinn handa okkur Ísak, því matarsmekkur okkar fer ekki beinlínis saman. Ég ætlaði að steikja fisk en þá hafði verið fiskur í skólanum svo hann vildi ekki fisk. Það endaði með því að ég hafði (ógeðslega) kjúklingabita/nagga og hrísgrjón og sæta chilisósu með. En ég finn það að sú sósa er alltof sæt fyrir mig og kveikir á "langar í meiri sykur" takkanum í heilanum á mér. Sem ég er búin að berjast í allt kvöld við að slökkva aftur á...
Jæja ég ætla að hætta þessu bulli og halda áfram að gera ekki neitt.
Ég svaf illa síðustu nótt og var alltaf að vakna. Þar sem ég var nú einu sinni í fríi í dag ákvað ég að sleppa sundinu og leggja mig aftur þegar Ísak var farinn í skólann. En ég bara lá og lá en sofnaði ekki fyrr en eftir ca. klukkutíma. Þá vaknaði ég korteri seinna því ég hafði stillt klukkuna á hálf tíu, til þess að ég gæti hringt og athugað hvort Andri væri ekki örugglega vaknaður og viðbúinn að ná flugrútunni. Það var nefnilega bara ein flugrúta og hún fór frá BSÍ rúmum tveimur tímum fyrir brottför, en venjulega er nú miðað við að ferðafólk sé komið til Keflavíkur þá, svo það hefði verið slæmt að missa af rútunni. Já já, drengurinn orðinn tvítugur og mamman enn að passa uppá að hann vakni... Ætli maður þurfi ekki aðeins að slaka á klónni með þessi börn og leyfa þeim að passa sig sjálf.
En já, svo var ég bara eitthvað ómöguleg og vissi engan veginn í hvað ég ætti að nota þennan fína frídag. Það voru froststillur úti og ég var að spá í hvort ég ætti að fara út að taka myndir, en þá kom risastór veghefill og fór að hefla snjó í götunni, og lokaði mig inni. Þannig að ég hélt áfram að æða eirðarlaus um húsið og reyndi m.a. að hringja í eina vinkonu mína en hún var ekki heima. Þar til veghefillinn var farinn og þá dreif ég mig bara í kuldagallann og fór út með myndavélina. Það var reyndar skítkalt en ég var nú samt úti í eina tvo tíma eða svo.
Fór síðan í heimsókn til vinkonunnar sem þá var komin heim og ég hef ekki hitt lengi lengi. Einu sinni fórum við alltaf út að ganga saman, en svo fékk hún sér hund og fór í staðinn að fara út að ganga með annarri vinkonu sinni sem líka á hund, og við höfum einhvern veginn ekki fundið sambandinu farveg eftir það. Hún til dæmis kemur aldrei í heimsókn til mín, og ég var nú eiginlega búin að sætta mig við að ef ég vildi hitta hana þá færi ég til hennar eða við hittumst á kaffihúsi. En svo varð ég engu að síður hálf leið á því dæmi öllu saman. Iss piss, það er svo sem ekki eins og ég sé eitthvað að velta mér uppúr þessu, þetta kom bara upp í hugann þegar ég var að skrifa um að við hefðum hist í dag. Og nú er ég svo sannarlega farin að skrifa 100% kellingablogg, eins og Valur myndi kalla það.
En já eftir útiveruna og heimsóknina var ég orðin ótrúlega dösuð eitthvað en fór samt stutta ferð á bókasafnið + í Bónus að kaupa aðeins inn. Það er pínu flókið að vita hvað ég á að hafa í matinn handa okkur Ísak, því matarsmekkur okkar fer ekki beinlínis saman. Ég ætlaði að steikja fisk en þá hafði verið fiskur í skólanum svo hann vildi ekki fisk. Það endaði með því að ég hafði (ógeðslega) kjúklingabita/nagga og hrísgrjón og sæta chilisósu með. En ég finn það að sú sósa er alltof sæt fyrir mig og kveikir á "langar í meiri sykur" takkanum í heilanum á mér. Sem ég er búin að berjast í allt kvöld við að slökkva aftur á...
Jæja ég ætla að hætta þessu bulli og halda áfram að gera ekki neitt.
þriðjudagur, 23. nóvember 2010
Áfram með smjörið - upp með fjörið...
Já áfram heldur fjörið. Ég fór sem sagt á þessa auka kóræfingu í kvöld og sé nú barasta sæng mína uppreidda. Tónleikarnir í Þorgeirskirkju eru þann 5. des. (eftir 12 daga) og það eru komin þrjú ný lög sem ég þarf að læra. Tvö þeirra eru nú alveg þolanleg, en það þriðja, Betlehemsstjarnan er "pain in the ass". Þar syngur sópran 2 megnið af laginu í einhverri hræðilegri tóntegund, sem ég er bara ekki að finna hjá mér þó hún eigi að vera þarna einvers staðar. Ég hafði nú ekki verið búin að ákveða 100% að vera með á þessum tónleikum en svo heyrði ég í kvöld að það kæmi til með að vanta svo margar konur í minni rödd, svo þá finnst mér ég nú varla geta skorast undan þar sem ég er meira að segja í fríi umrædda helgi. En hvernig ég á að finna tíma til að æfa lögin, það er önnur saga. Ég held samt að þetta komi til með að vera rosalega skemmtilegir tónleikar. Við verðum með einsöngvara með okkur í hluta af prógramminu og mér líst mjög vel á hana. Þetta er ung og sjarmerandi stelpa, Eyrún Unnarsdóttir, og sú getur greinilega sungið ;-) Svo er Þorgeirskirkja örugglega skemmtilegur rammi fyrir tónleika. Segi ég sem hef aldrei komið þangað, en bara séð myndir þaðan.
En já, ég ítreka það að ég er virkilega ánægð að hafa drifið mig í þennan kór. Bæði fæ ég mikla ánægju af að syngja og eins er þetta skemmtilegur félagsskapur. Ég kynnist fullt af nýjum konum + endurnýja kynnin við aðrar, eins og hana Ingu Möggu sem ég vann með fyrir 27 árum síðan. Og þær Kamillu og Unu sem voru með mér í sjúkraliðanáminu. Þetta var einmitt það sem mig vantaði. Eini gallinn er sá að lögin hætta aldrei að óma í höfðinu á mér eftir æfingar, svo það verður líklega erfitt að sofna á eftir. En já ætli þau sitji ekki bara ennþá betur í mér fyrir vikið.
Annars er frídagur hjá mér á morgun og líklega verð ég að passa uppá að slappa aðeins af og hvíla mig. Ég var búin að upphugsa hitt og þetta sem ég ætlaði að gera, en þar sem það er langt í næsta frídag þá er víst eins gott að vera ekki með nein læti og hugsa frekar um að hlaða batteríin. En ég þarf að vakna með Ísaki í fyrramálið og ætli ég fari þá ekki í sund. Tja nema ég leggi mig aftur... Svo þori ég ekki öðru en hringja í Andra og tékka á því hvort hann verði ekki örugglega vaknaður þarna í Reykjavíkinni, þannig að hann missi ekki af flugrútunni til Keflavíkur. Ég er pínu stressuð með það því hann er jú búinn að snúa sólarhringnum svo gjörsamlega við og er bara nýsofnaður um níuleytið á morgnana. Jæja smá ýkjur kannski, en ætli hann sé ekki að sofna svona um fimmleytið cirka.
Úff, ég er alltof upprifin eftir þessa kóræfingu og ekki séns að fara að sofa. Verð nú samt að reyna það.
En já, ég ítreka það að ég er virkilega ánægð að hafa drifið mig í þennan kór. Bæði fæ ég mikla ánægju af að syngja og eins er þetta skemmtilegur félagsskapur. Ég kynnist fullt af nýjum konum + endurnýja kynnin við aðrar, eins og hana Ingu Möggu sem ég vann með fyrir 27 árum síðan. Og þær Kamillu og Unu sem voru með mér í sjúkraliðanáminu. Þetta var einmitt það sem mig vantaði. Eini gallinn er sá að lögin hætta aldrei að óma í höfðinu á mér eftir æfingar, svo það verður líklega erfitt að sofna á eftir. En já ætli þau sitji ekki bara ennþá betur í mér fyrir vikið.
Annars er frídagur hjá mér á morgun og líklega verð ég að passa uppá að slappa aðeins af og hvíla mig. Ég var búin að upphugsa hitt og þetta sem ég ætlaði að gera, en þar sem það er langt í næsta frídag þá er víst eins gott að vera ekki með nein læti og hugsa frekar um að hlaða batteríin. En ég þarf að vakna með Ísaki í fyrramálið og ætli ég fari þá ekki í sund. Tja nema ég leggi mig aftur... Svo þori ég ekki öðru en hringja í Andra og tékka á því hvort hann verði ekki örugglega vaknaður þarna í Reykjavíkinni, þannig að hann missi ekki af flugrútunni til Keflavíkur. Ég er pínu stressuð með það því hann er jú búinn að snúa sólarhringnum svo gjörsamlega við og er bara nýsofnaður um níuleytið á morgnana. Jæja smá ýkjur kannski, en ætli hann sé ekki að sofna svona um fimmleytið cirka.
Úff, ég er alltof upprifin eftir þessa kóræfingu og ekki séns að fara að sofa. Verð nú samt að reyna það.
mánudagur, 22. nóvember 2010
Sólarupprás í morgun kl. 11.25
Ég var að vinna seinnipartinn í dag og hafði ekki stillt klukku í morgun af því Ísak þurfti ekki að mæta í skólann. En þar sem ég vaknaði nú samt kl. 7.45 dreif ég mig í sund, því ég hafði haft það bak við eyrað að fara út að taka myndir ef veðrið væri gott. Þannig að þegar ég var búin að borða morgunmatinn og bíða eftir að ein þvottavél kláraði tættist ég af stað. Fyrst fór ég uppá klöppina fyrir aftan efra Gerðahverfið, svo upp í Hlíðarfjall og loks út með sjó.
Myndin sem fylgir er tekin rétt utan við Skjaldarvík. Sólin stirndi svo fallega á hvítan snjóinn í frostinu og himininn var líka svo fallegur. Ég hefði helst bara viljað vera þarna og njóta náttúrunnar, en bæði var nú frekar kalt og eins var ég jú að fara að vinna. Enda stóð það líka á endum að eftir 2ja tíma útiveru var ég orðin býsna lúin og það passaði vel að fara heim og borða og slaka örlítið á fyrir vinnuna. Maður sest lítið niður þessa dagana í vinnunni, og eins er ekki heldur tími til að borða. Ég þarf að muna að gera mér grænan hristing á morgun til að taka með mér, hann er að minnsta kosti hægt að drekka á hlaupum.
Annað sem ég þarf að muna á morgun er að panta tíma fyrir bílinn á verkstæði, því það þarf að laga stefnuljósið hægra megin og svo á hann að fara í þjónustuskoðun.
Já og á morgun þarf ég líka að keyra Andra á flugvöllinn, ekki má ég nú gleyma því.
Og í fyrramálið klukkan átta er foreldrafundur með kennaranum hans Ísaks og svo var ég jafnvel að hugsa um að drífa mig fljótlega eftir það í vinnuna því það veitir ekkert af aðeins lengri vinnutíma þessa dagana, í öllu annríkinu.
Nú, svo er líka aukaæfing hjá kórnum annað kvöld. Já já, nóg að gera, ekki vantar það.
sunnudagur, 21. nóvember 2010
Ánægð í lok dags
Já eftir að hafa verið búin að æfa mig ansi mikið hér heima, var ég bara nokkuð sátt við eigin frammistöðu á tónleikunum í dag. Ég hefði reyndar alveg getað gert aðeins betur, en ég hef samt ákveðið að láta fullkomnunaráráttuna ekki vera að eyðileggja ánægjuna við sönginn fyrir mér. Við máttum vera með möppur og ég var með mína en notaði hana afar lítið. Kunni textana orðið nánast utanað, en fannst samt ágætt að hafa möppuna eins og hækju og geta litið í hana ef ég var ekki alveg viss hvað átti að koma næst. Þegar var verið að stilla upp var ein sem lenti við hliðina á sópran 1 og ég hef tekið eftir því á æfingum að henni líður mjög illa ef hún lendir þar. Sem er nokkuð oft því þær eru greinilega svo margar sem ekki vilja vera þar. Og þessar sem eru búnar að vera lengi hafa komið sér upp ákveðnum stöðum og eru fastar þar (þetta er svona eins og að fara alltaf í sama skápinn í sundinu...). En já, ég var svo full sjálfstrausts að ég bauð henni að skipta við hana, sem hún þáði. Og af því ég var búin að æfa mig svo vel þá fann ég ekkert fyrir því þó ég væri við hliðina á sópran 1. Það reyndar munaði kannski aðeins um það að ég var ekki alveg beint við hliðina, heldur var hin konan einni tröppu lægra, en ég er eiginlega alveg viss um að það hefði samt sloppið til hjá mér. Eini gallinn var sá hvað var illa mætt á þessa blessaða tónleika. Þetta eru jú styrktartónleikar og því væri skemmtilegra að vel væri mætt. En það söfnuðust samt 300 þúsund krónur, sem er betra en ekki neitt.
Svo eru aðrir tónleikar eftir hálfan mánuð. Þá syngur einsöngvari með okkur og ég veit að það verða a.m.k. tvö ný lög sem engin okkar hefur sungið áður + örugglega einhver lög sem þær kunna og ég ekki, svo ég veit nú ekki alveg hvort ég ætla að vera með þeim þá. En ég sé til. Þetta er að minnsta kosti alveg afskaplega skemmtilegt og gefandi. Við fengum til dæmis mikið lófaklapp þegar við sungum lagið hans Megasar, Tvær stjörnur, enda er það alveg sérlega fallegt lag og texti.
Jæja, annars er allt með kyrrum kjörum. Ég spjallaði áðan bæði við Val og Hrefnu á skype og svo ætlaði ég að fara að færa bókhald en er eiginlega ekki að nenna því núna. Það er líka gott að slappa aðeins af. Ísak fór í bíó með vini sínum og Andri er niðri að horfa á sjónvarpið. Máni liggur í kjöltunni á mér og Birta sefur á ofninum. Þvottavélin var að klára að vinda, svo það er best að ég komi mér í að hengja upp úr henni. Svo ætla ég að reyna að fara snemma að sofa í kvöld enda löng vika framundan. Það lítur út fyrir að við Sunna þurfum að dekka vinnuna alfarið um næstu helgi því Silja (nýi starfsmaðurinn okkar) er að fara í skátaútilegu, Andri verður kominn til Tromsö og Anna ætlar að vera í laufabrauði. Þessa dagana erum við endalaust að panta vörur + taka upp vörur + afgreiða viðskiptavini (já og ég þarf að vinna bókhaldið fyrir 5. des) og þetta er svolítið "over the top" svona miðað við aðra tíma ársins. Það er helst að júlí og fyrripartur ágúst komist í hálfkvisti við þennan tíma, en álagið mætti gjarnan vera aðeins jafnara, svona fyrir mína parta. Ég er þó að gera allt sem ég get til að halda dampi, s.s. að borða hollt, og reyna að hvíla mig vel, en það síðarnefnda gengur nú misvel. Sérstaklega þar sem ég verð svo upprifin og á bæði erfitt með að sofna á kvöldin + að ég vaknaði t.d. klukkan hálf fimm á föstudagsmorguninn og náði ekkert að sofna aftur. En nú ætla að að reyna að græja einhverjar slökunarspólur og taka með mér í háttinn.
Lýkur hér með þessu "í belg og biðu" bloggi.
Svo eru aðrir tónleikar eftir hálfan mánuð. Þá syngur einsöngvari með okkur og ég veit að það verða a.m.k. tvö ný lög sem engin okkar hefur sungið áður + örugglega einhver lög sem þær kunna og ég ekki, svo ég veit nú ekki alveg hvort ég ætla að vera með þeim þá. En ég sé til. Þetta er að minnsta kosti alveg afskaplega skemmtilegt og gefandi. Við fengum til dæmis mikið lófaklapp þegar við sungum lagið hans Megasar, Tvær stjörnur, enda er það alveg sérlega fallegt lag og texti.
Jæja, annars er allt með kyrrum kjörum. Ég spjallaði áðan bæði við Val og Hrefnu á skype og svo ætlaði ég að fara að færa bókhald en er eiginlega ekki að nenna því núna. Það er líka gott að slappa aðeins af. Ísak fór í bíó með vini sínum og Andri er niðri að horfa á sjónvarpið. Máni liggur í kjöltunni á mér og Birta sefur á ofninum. Þvottavélin var að klára að vinda, svo það er best að ég komi mér í að hengja upp úr henni. Svo ætla ég að reyna að fara snemma að sofa í kvöld enda löng vika framundan. Það lítur út fyrir að við Sunna þurfum að dekka vinnuna alfarið um næstu helgi því Silja (nýi starfsmaðurinn okkar) er að fara í skátaútilegu, Andri verður kominn til Tromsö og Anna ætlar að vera í laufabrauði. Þessa dagana erum við endalaust að panta vörur + taka upp vörur + afgreiða viðskiptavini (já og ég þarf að vinna bókhaldið fyrir 5. des) og þetta er svolítið "over the top" svona miðað við aðra tíma ársins. Það er helst að júlí og fyrripartur ágúst komist í hálfkvisti við þennan tíma, en álagið mætti gjarnan vera aðeins jafnara, svona fyrir mína parta. Ég er þó að gera allt sem ég get til að halda dampi, s.s. að borða hollt, og reyna að hvíla mig vel, en það síðarnefnda gengur nú misvel. Sérstaklega þar sem ég verð svo upprifin og á bæði erfitt með að sofna á kvöldin + að ég vaknaði t.d. klukkan hálf fimm á föstudagsmorguninn og náði ekkert að sofna aftur. En nú ætla að að reyna að græja einhverjar slökunarspólur og taka með mér í háttinn.
Lýkur hér með þessu "í belg og biðu" bloggi.
laugardagur, 20. nóvember 2010
Ég sem ætlaði að fara snemma að sofa...
og klukkan er orðin hálf ellefu. Þegar ég segi snemma þá meina ég að vera komin í háttinn uppúr hálf tíu. En ég sat nú bara sem fastast við tölvuna á þeim tímapunkti og þá bað Andri mig að skutla sér og vini sínum út í bæ. Ég vildi náttúrulega ekki vera leiðinleg mamma svo ég játaði því. Og þá hringdi líka Valur sem er á hóteli í Reykjavík í nótt, á leið til Tromsö á morgun. Svo við spjölluðum aðeins og svo keyrði ég strákana og svo kom ég heim og settist aftur fyrir framan tölvuna, í stað þess að drífa mig beint í háttinn. Ætlaði bara aðeins að kíkja aftur á lögin fyrir morgundaginn, en ég held að ég geri það frekar í fyrramálið.
Tónleikarnir byrja klukkan fjögur en við eigum að mæta klukkan tvö. Ég hef þarf eiginlega að skipuleggja matarinntöku dagsins, svo ég verði mátulega södd þegar tónleikarnir byrja og lendi ekki í sykurfalli. Ætli ég fái mér ekki haframjöl í morgunmat, orkuhristing um eittleytið og taki svo með mér grænan safa (sem ég geri sjálf) til að drekka rétt áður en tónleikarnir byrja.
Já og ég er sem sagt pínu stressuð yfir þessu en vona að það hristist af mér á æfingunni á morgun. Ég kann textana svona nokkurn veginn og svo fáum við að hafa litlar möppur með okkur til að líta í ef við erum alveg týndar í textanum. Og ég er ekki að láta sópran 1 trufla mig jafn mikið lengur, sem er gott. Hins vegar sýnist mér það ekki eingöngu vera vandamál hjá mér. Það lá nú við slagsmálum um daginn þegar tvær konur vildu hvorug vera við hliðina á sópran 1 á æfingu. En ég var þar á síðustu æfingu og náði alveg að einbeita mér að mínum söng (já eða svona næstum því að minnsta kosti :)
En nú er ég farin í háttinn, góða nótt.
Tónleikarnir byrja klukkan fjögur en við eigum að mæta klukkan tvö. Ég hef þarf eiginlega að skipuleggja matarinntöku dagsins, svo ég verði mátulega södd þegar tónleikarnir byrja og lendi ekki í sykurfalli. Ætli ég fái mér ekki haframjöl í morgunmat, orkuhristing um eittleytið og taki svo með mér grænan safa (sem ég geri sjálf) til að drekka rétt áður en tónleikarnir byrja.
Já og ég er sem sagt pínu stressuð yfir þessu en vona að það hristist af mér á æfingunni á morgun. Ég kann textana svona nokkurn veginn og svo fáum við að hafa litlar möppur með okkur til að líta í ef við erum alveg týndar í textanum. Og ég er ekki að láta sópran 1 trufla mig jafn mikið lengur, sem er gott. Hins vegar sýnist mér það ekki eingöngu vera vandamál hjá mér. Það lá nú við slagsmálum um daginn þegar tvær konur vildu hvorug vera við hliðina á sópran 1 á æfingu. En ég var þar á síðustu æfingu og náði alveg að einbeita mér að mínum söng (já eða svona næstum því að minnsta kosti :)
En nú er ég farin í háttinn, góða nótt.
fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Máni mættur á svæðið
Já ég sit hér við skrifborðið og það er eins og við manninn mælt, Máni lætur sig ekki vanta. Hann er kominn á þá skoðun að kjöltan á mér sé ætluð honum einum þegar ég sit hér. Sem er bæði gott og slæmt. Gott af því hann er hlýr og notalegur og malar. Slæmt vegna þess að þá þarf ég að sitja lengra frá sjálfu borðinu og teygja hendurnar inná borðið til að ná með puttana á lyklaborðið - sem er ekki góð vinnustelling.
Annars ætlaði ég nú eiginlega að opinbera það fyrir öllum sem álpast til að lesa þessa síðu hversu mjög ég er farin að kalka. Sem er líklega ekki gott þegar maður er ekki eldri en ég er.
Þannig var mál með vexti að síðasta sunnudag hafði snjóað ógurlega og ófært var um bæinn framan af degi. Andri hafði farið á ball ásamt vinum sínum og fengu þeir nokkrir að gista um nóttina hjá öðrum vinum sem búa í miðbænum. Ísak hafði gist hjá Arnari vini sínum og þegar ég fór að sækja Ísak datt mér í hug að bjóða Andra að ná í hann líka. Sem ég og gerði. Auk Andra voru það tveir vinir hans sem ég keyrði líka heim til sín. Það var ekki búið að moka nema sums staðar og mikill snjór út um allt. Þá fór vinur Andra að tala um hvað þetta væri mikill snjór, hann myndi nú bara ekki eftir svona miklum snjó áður á Akureyri. Ég fór þá að lýsa því fjálglega að það hefði nú verið allt á kafi í snjó árið sem þeir fæddust og ég hefði varla komist með Andra heim af fæðingardeildinni fyrir snjó, því ófært var inn í götuna okkar. Svo skutlaði ég bara strákunum heim og hélt áfram mínu stússi. En seinna um daginn laust því allt í eini niður í huga mér að nú hefði orðið heldur betur slegið út í fyrir mér. Því auðvitað var Andri fæddur í Noregi og það var Ísak sem við þurftum að klofa snjóinn með í fanginu, hér inn götuna nýfæddan. ÚFF! Ég fékk áfall þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði eiginlega verið að rugla mikið. Og Andri hafði ekki sagt neitt. Líklega ekki kunnað við að leiðrétta mömmu sína þarna fyrir framan vini sína. Þegar ég bar málið undir hann viðurkenndi hann að hafa tekið eftir þessari rangfærslu, og orðið hugsað til þess hvað vinir hans myndu nú eiginlega halda. Því hann hefði jú alltaf sagt þeim að hann væri fæddur í Noregi ...
Ég var nú eiginlega alveg miður mín yfir þessu máli öllu, og þá sérstaklega því að það gæti slegið svona rosalega út í fyrir ekki eldri konu. Þetta er eitthvað sem maður stendur gamla fólkið kannski að því að gera og kímir kannski með sjálfum sér, en þetta er ekki eitthvað sem á að koma fyrir mig... Svo sagði ég konunum í sundlauginni frá þessu í gærmorgun og við hlógum hjartanlega að þessu öllu saman. Og ég fékk að vita að ég væri nú ekki ein um að gera svona gloríur - sem var gott :-)
Annars ætlaði ég nú eiginlega að opinbera það fyrir öllum sem álpast til að lesa þessa síðu hversu mjög ég er farin að kalka. Sem er líklega ekki gott þegar maður er ekki eldri en ég er.
Þannig var mál með vexti að síðasta sunnudag hafði snjóað ógurlega og ófært var um bæinn framan af degi. Andri hafði farið á ball ásamt vinum sínum og fengu þeir nokkrir að gista um nóttina hjá öðrum vinum sem búa í miðbænum. Ísak hafði gist hjá Arnari vini sínum og þegar ég fór að sækja Ísak datt mér í hug að bjóða Andra að ná í hann líka. Sem ég og gerði. Auk Andra voru það tveir vinir hans sem ég keyrði líka heim til sín. Það var ekki búið að moka nema sums staðar og mikill snjór út um allt. Þá fór vinur Andra að tala um hvað þetta væri mikill snjór, hann myndi nú bara ekki eftir svona miklum snjó áður á Akureyri. Ég fór þá að lýsa því fjálglega að það hefði nú verið allt á kafi í snjó árið sem þeir fæddust og ég hefði varla komist með Andra heim af fæðingardeildinni fyrir snjó, því ófært var inn í götuna okkar. Svo skutlaði ég bara strákunum heim og hélt áfram mínu stússi. En seinna um daginn laust því allt í eini niður í huga mér að nú hefði orðið heldur betur slegið út í fyrir mér. Því auðvitað var Andri fæddur í Noregi og það var Ísak sem við þurftum að klofa snjóinn með í fanginu, hér inn götuna nýfæddan. ÚFF! Ég fékk áfall þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði eiginlega verið að rugla mikið. Og Andri hafði ekki sagt neitt. Líklega ekki kunnað við að leiðrétta mömmu sína þarna fyrir framan vini sína. Þegar ég bar málið undir hann viðurkenndi hann að hafa tekið eftir þessari rangfærslu, og orðið hugsað til þess hvað vinir hans myndu nú eiginlega halda. Því hann hefði jú alltaf sagt þeim að hann væri fæddur í Noregi ...
Ég var nú eiginlega alveg miður mín yfir þessu máli öllu, og þá sérstaklega því að það gæti slegið svona rosalega út í fyrir ekki eldri konu. Þetta er eitthvað sem maður stendur gamla fólkið kannski að því að gera og kímir kannski með sjálfum sér, en þetta er ekki eitthvað sem á að koma fyrir mig... Svo sagði ég konunum í sundlauginni frá þessu í gærmorgun og við hlógum hjartanlega að þessu öllu saman. Og ég fékk að vita að ég væri nú ekki ein um að gera svona gloríur - sem var gott :-)
sunnudagur, 14. nóvember 2010
P.S.
Læknaðist af þessum brjálaða pirringi við að blogga um hann og fara svo í langa heita sturtu. Svona getur nú lífið verið ljúft.
Er í brjáluðu pirringskasti á þessum fallega degi
Þannig er mál með vexti að við Valur fórum út í ljósmyndatúr í morgun og veðrið var eins og á jólamynd. Snjór yfir öllu og á trjánum líka, nokkuð sem er ekki algengt hér á landi. Ég tók helling af myndum, bæði á hæðinni fyrir aftan kirkjugarðinn, í Kjarnaskógi og í Eyjafjarðarsveit - og þær eru nánast allar ónýtar!! Eitthvað hefur komið fyrir stillinguna á fókusnum, þannig að það voru ekki nema örfáar myndir í fókus. Þessi hér er ein af þeim. Æ, þetta er bara svo ótrúlega gremjulegt eitthvað, en ég mun auðvitað jafna mig á þessu. Svo var ég orðin svo lúin að þegar ég kom heim og uppgötvaði að allt var ónýtt, þá var ekki séns að ég nennti aftur út, enda birtan ekki jafn falleg lengur.
Það er líka smá pirringur eða stress í mér útaf tónleikum hjá kórnum. Það eiga að vera tónleikar í Akureyrarkirkju næsta laugardag til styrktar Mæðrastyrksnefnd, og kórinn á að syngja 10 lög í allt. Mig langar pínu að vera með þeim og hef verið að rembast við að læra textana undanfarið. Er samt ekki alveg komin með þá alla á hreint, líklega má segja að ég kunni svona 60 prósent, svo ég ætti nú að geta lagst yfir þetta áfram og druslast til að læra þá. Það er ekki eins og þetta séu afskaplega flókin verk né löng. Gallinn er bara sá að ég fæ þetta á heilann og svo ligg ég andvaka og geri ekki annað en "syngja" lögin og pirrast yfir að muna ekki textana rétt. Ég er alveg ótrúlegt eintak! Stressast upp yfir öllu og meira að segja hlutir / atburðir sem ættu að vera skemmtilegir verða bara stressvaldandi í mínum ruglaða heila.
Í morgun vaknaði ég líka klukkan fimm og var andvaka í tvo tíma áður en ég náði að sofna aftur. Þá byrjaði ég strax að a) hugsa um allt mögulegt í sambandi við vinnuna og b) rifja upp texta... Svo var ég reyndar alveg að drepast í hryggsúlunni, alveg uppúr og niðrúr, og endaði á að fara og taka verkjatöflur. En sem betur fer náði ég að sofna aftur og var allt í lagi með bakið þegar ég vaknaði um hálf tíu leytið.
Svona rétt í lokin.. Þá er ég pirruð á að vera svona pirruð! Hlýt að lagast við að fara á kóræfingu.
Það er líka smá pirringur eða stress í mér útaf tónleikum hjá kórnum. Það eiga að vera tónleikar í Akureyrarkirkju næsta laugardag til styrktar Mæðrastyrksnefnd, og kórinn á að syngja 10 lög í allt. Mig langar pínu að vera með þeim og hef verið að rembast við að læra textana undanfarið. Er samt ekki alveg komin með þá alla á hreint, líklega má segja að ég kunni svona 60 prósent, svo ég ætti nú að geta lagst yfir þetta áfram og druslast til að læra þá. Það er ekki eins og þetta séu afskaplega flókin verk né löng. Gallinn er bara sá að ég fæ þetta á heilann og svo ligg ég andvaka og geri ekki annað en "syngja" lögin og pirrast yfir að muna ekki textana rétt. Ég er alveg ótrúlegt eintak! Stressast upp yfir öllu og meira að segja hlutir / atburðir sem ættu að vera skemmtilegir verða bara stressvaldandi í mínum ruglaða heila.
Í morgun vaknaði ég líka klukkan fimm og var andvaka í tvo tíma áður en ég náði að sofna aftur. Þá byrjaði ég strax að a) hugsa um allt mögulegt í sambandi við vinnuna og b) rifja upp texta... Svo var ég reyndar alveg að drepast í hryggsúlunni, alveg uppúr og niðrúr, og endaði á að fara og taka verkjatöflur. En sem betur fer náði ég að sofna aftur og var allt í lagi með bakið þegar ég vaknaði um hálf tíu leytið.
Svona rétt í lokin.. Þá er ég pirruð á að vera svona pirruð! Hlýt að lagast við að fara á kóræfingu.
laugardagur, 13. nóvember 2010
Afmælisblús
Úff já, ég er víst orðin 46 ára. Skil ekki ástæðuna fyrir því, en mér finnst ég allt í einu vera að verða svo gömul. Lenti síðast í svipaðri afmæliskrísu þegar ég var 30 ára, svo það er ljóst að þetta hefur ekki beinlínis með aldurinn að gera sem slíkan. Meira eitthvað hugarástand og óljós tilfinning. En jú jú, það liggur nú svo sem fyrir okkur öllum að eldast, og ekkert annað í boði en sætta sig við það.
Þegar ég átti 30 ára afmæli bjuggum við í Tromsö og Valur var einhvers staðar fjarverandi (mér finnst eins og hann hafi verið á Íslandi í stuttu skreppi þangað, en við vorum jú svo fara að flytja til Íslands skömmu síðar). Ég var ekkert að auglýsa það að ég ætti afmæli og fór bara með Hrefnu og Andra út að borða en bauð engum heim. Svo kom reyndar Anne-Marie óvænt í heimsókn og færði mér drykkjarkönnu með mynd af Tromsö, svona til minningar um veruna þar, en kannan sú er komin til feðra sinna. En já ég var svolítið upptekin af því þá að hugsa um allt sem ég hefði EKKI gert á minni stuttu/löngu ævi, s.s. að ég hefði ekki klárað háskólanám eins og ég hafði ætlað mér.
Í gær langaði mig bara ekkert sérstaklega að eiga afmæli. Kannski var ég bara eitthvað illa stemmd. En já ég nennti ekki að baka neitt og bauð engum heim. Þegar leið á daginn langaði mig samt til að gera eitthvað örlítið öðruvísi en venjulega, svo við fórum saman út að borða fjölskyldan. Og um kvöldið hringdu Anna systir, mamma og tengdamamma til að óska mér til hamingju. Eins komu Sunna og Kiddi í heimsókn og þá dauðskammaðist ég mín að vera ekki með eitthvað smá bakkelsi að bjóða þeim. Svo fékk ég jú heilan helling af afmæliskveðjum á facebook.
Í dag á Hrefna mín afmæli, orðin 27 ára. Hún er náttúrulega stödd í Afríku svo ekki get ég knúsað hana og kysst til hamingju með daginn, en ég geri það bara í anda og sendi henni góða strauma. Já og auðvitað sms :o)
Annars er hér allt á kafi í snjó og veturinn svo sannarlega að minna á sig. Ég er í fríi þessa helgi og ætla bara að slappa af og hvíla mig sem mest. Kannski byrja á nýrri lopapeysu á sjálfa mig. Ég keypti fallega bláan plötulopa og ætla að prjóna úr honum einföldum - held ég... Nema ég breyti um áætlun, þarf eiginlega að finna einhverja betri uppskrift því ég er ekki orðin það sjóuð að ég geti prjónað eitthvað gáfulegt uppúr sjálfri mér. Sem minnnir mig á það þegar ég prjónaði kjólinn á Hrefnu þegar hún var lítil, alveg án þess að hafa uppskrift. Skil ekki núna hvernig ég fór að því...
En já, nú er ég hætt þessu "kellingabloggi".
Þegar ég átti 30 ára afmæli bjuggum við í Tromsö og Valur var einhvers staðar fjarverandi (mér finnst eins og hann hafi verið á Íslandi í stuttu skreppi þangað, en við vorum jú svo fara að flytja til Íslands skömmu síðar). Ég var ekkert að auglýsa það að ég ætti afmæli og fór bara með Hrefnu og Andra út að borða en bauð engum heim. Svo kom reyndar Anne-Marie óvænt í heimsókn og færði mér drykkjarkönnu með mynd af Tromsö, svona til minningar um veruna þar, en kannan sú er komin til feðra sinna. En já ég var svolítið upptekin af því þá að hugsa um allt sem ég hefði EKKI gert á minni stuttu/löngu ævi, s.s. að ég hefði ekki klárað háskólanám eins og ég hafði ætlað mér.
Í gær langaði mig bara ekkert sérstaklega að eiga afmæli. Kannski var ég bara eitthvað illa stemmd. En já ég nennti ekki að baka neitt og bauð engum heim. Þegar leið á daginn langaði mig samt til að gera eitthvað örlítið öðruvísi en venjulega, svo við fórum saman út að borða fjölskyldan. Og um kvöldið hringdu Anna systir, mamma og tengdamamma til að óska mér til hamingju. Eins komu Sunna og Kiddi í heimsókn og þá dauðskammaðist ég mín að vera ekki með eitthvað smá bakkelsi að bjóða þeim. Svo fékk ég jú heilan helling af afmæliskveðjum á facebook.
Í dag á Hrefna mín afmæli, orðin 27 ára. Hún er náttúrulega stödd í Afríku svo ekki get ég knúsað hana og kysst til hamingju með daginn, en ég geri það bara í anda og sendi henni góða strauma. Já og auðvitað sms :o)
Annars er hér allt á kafi í snjó og veturinn svo sannarlega að minna á sig. Ég er í fríi þessa helgi og ætla bara að slappa af og hvíla mig sem mest. Kannski byrja á nýrri lopapeysu á sjálfa mig. Ég keypti fallega bláan plötulopa og ætla að prjóna úr honum einföldum - held ég... Nema ég breyti um áætlun, þarf eiginlega að finna einhverja betri uppskrift því ég er ekki orðin það sjóuð að ég geti prjónað eitthvað gáfulegt uppúr sjálfri mér. Sem minnnir mig á það þegar ég prjónaði kjólinn á Hrefnu þegar hún var lítil, alveg án þess að hafa uppskrift. Skil ekki núna hvernig ég fór að því...
En já, nú er ég hætt þessu "kellingabloggi".
miðvikudagur, 10. nóvember 2010
Skammdegið skellur brátt á af fullum þunga
Dagarnir eru farnir að styttast all verulega og þegar áhugamálið er ljósmyndun utandyra finnur maður vel fyrir því. Lykilatriði í því að ná góðum myndum er nefnilega birtan og þegar hún fer að verða af skornum skammti versnar í því . Besta birtan er yfirleitt þegar ég er í vinnunni og kannski eins gott að ég vinn innandyra og get ekki séð veðrið úti þegar ég er í vinnunni. Það gæti orðið of erfitt að horfa uppá frábær myndaskilyrði og komast ekki út að taka myndir. í gær þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni um fjögurleytið skein sólin svo dásamlega fallega á Kaldbak. Ég brunaði heim og sótti myndavélina og skálmaði út á klappirnar hér í endanum á götunni, en þá var sólin farin. Reyndar komst ég líka að því að það eru komin of há tré þarna í einhverjum garði sem skyggja of mikið á útsýnið, svo ef ég ætla að taka myndir út fjörðinn þá verð ég að finna aðra staðsetningu.
Í morgun fór ég í sund og hélt að það yrði fínt myndaveður þegar færi að birta, en þá fór að snjóa og sú birta er mjög erfið fyrir ljósmyndun. Þannig að ég fór bara í Hagkaup og erindaðist eitthvað fleira. Já skilaði bókum á bókasafnið - sem var komin sekt á. Ja, reyndar bara eitt tímarit sem betur fer. Svo kom Rósa vinkona í heimsókn og við spjölluðum bara nokkuð lengi. Þegar hún var farin sá ég að það var einhver smá sólarglæta úti, svo ég tættist af stað eina ferðina enn... Þó var fátt um fína drætti, enda hvarf sólin fljótlega bakvið ský. En ég smellti nú samt af nokkrum myndum úr því ég var á annað borð komin út. Þessi er tekin í fjörunni niðri við ósa Glerár.
Annars er allt meinhægt í fréttum. Ég held bara áfram að vera eitthvað svo óskaplega þreytt og er orðin ferlega leið á ástandinu. Til að kóróna þetta allt saman verð ég svo stressuð þegar ég hugsa til þess að jólavertíðin sé að byrja og ég nú þegar ónýt af þreytu. Þetta stress leiðir örugglega af sér enn meiri þreytu svo úr verður vítahringur. Ég var reyndar í fríi í dag en gerði þau mistök að leggja mig ekki aftur þegar Ísak var farinn í skólann. Ætlaði að vera dugleg og baka eitthvað gott en gerði bara nákvæmlega ekkert af viti í dag, frekar en aðra daga. Jú annars, það var vit í því að hitta Rósu :) Og svo spjallaði ég örllítið við Hrefnu á Skype. Í kvöld er ætlunin að fara á tónleika með Megasi og tveimur félögum hans, þeim Gylfa Ægissyni og Rúnari Þór. Við Valur förum og Andri. Ég treysti eiginlega á það að hressast eitthvað við að hlusta á þá félaga.
Í morgun fór ég í sund og hélt að það yrði fínt myndaveður þegar færi að birta, en þá fór að snjóa og sú birta er mjög erfið fyrir ljósmyndun. Þannig að ég fór bara í Hagkaup og erindaðist eitthvað fleira. Já skilaði bókum á bókasafnið - sem var komin sekt á. Ja, reyndar bara eitt tímarit sem betur fer. Svo kom Rósa vinkona í heimsókn og við spjölluðum bara nokkuð lengi. Þegar hún var farin sá ég að það var einhver smá sólarglæta úti, svo ég tættist af stað eina ferðina enn... Þó var fátt um fína drætti, enda hvarf sólin fljótlega bakvið ský. En ég smellti nú samt af nokkrum myndum úr því ég var á annað borð komin út. Þessi er tekin í fjörunni niðri við ósa Glerár.
Annars er allt meinhægt í fréttum. Ég held bara áfram að vera eitthvað svo óskaplega þreytt og er orðin ferlega leið á ástandinu. Til að kóróna þetta allt saman verð ég svo stressuð þegar ég hugsa til þess að jólavertíðin sé að byrja og ég nú þegar ónýt af þreytu. Þetta stress leiðir örugglega af sér enn meiri þreytu svo úr verður vítahringur. Ég var reyndar í fríi í dag en gerði þau mistök að leggja mig ekki aftur þegar Ísak var farinn í skólann. Ætlaði að vera dugleg og baka eitthvað gott en gerði bara nákvæmlega ekkert af viti í dag, frekar en aðra daga. Jú annars, það var vit í því að hitta Rósu :) Og svo spjallaði ég örllítið við Hrefnu á Skype. Í kvöld er ætlunin að fara á tónleika með Megasi og tveimur félögum hans, þeim Gylfa Ægissyni og Rúnari Þór. Við Valur förum og Andri. Ég treysti eiginlega á það að hressast eitthvað við að hlusta á þá félaga.
fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Jæja, ekki alveg jafn draslaralegt núna
En í vinnunni bíða enn margir kassar fullir af vörum svo þar er allt í drasli. Er að spá í að mæta klukkutíma fyrir opnun á morgun til að ráðast á kassana. Ef ég nenni...
Hver hefur eiginlega ruslað svona til í húsinu?
Ekki ég... Eða... Ojú ætli ég standi nú ekki fyrir stórum hluta af draslinu - en þó ekki öllu. Draslið í svefnherberginu er til dæmis alfarið á mína ábyrgð. Ég stunda nefnilega þann "leik" að máta föt og finnast ég ómöguleg í flestu og þetta gerist yfirleitt þegar ég er að verða alltof sein í vinnuna, þannig að ég hef ekki tíma til að ganga frá dótinu inn í skáp aftur. Það hvað ég hef "stækkað" er enn að valda mér vandamálum, þó aðeins sé um 2-3 kíló að ræða, og gerir það að verkum að mér finnst ég ekki eiga nein mátuleg föt sem klæða mig vel. Eitthvað á ég jú, en svo t.d. í gær sótti ég hlýja og góða peysu sem ég er búin að ganga í síðustu tvö ár og þá bara var meira að segja hún orðin of þröng á mig. Uss uss, þetta gengur náttúrulega ekki og líklega er skásta lausnin að kaupa sér hreinlega fleiri föt sem passa. Ég bara nenni því ómögulega! O jæja, nóg um það.
Það er búið að vera alveg brjálað að gera í vinnunni hjá okkur Sunnu þessa vikuna. Þannig er mál með vexti að Glerártorg á 10 ára afmæli nú um mundir og í því felst meðal annars að verslanirnar þurfa að vera með virkilega góð tilboð í tilefni afmælishátíðarinnar nú um helgina. Við fórum á stúfana og fengum birgjana okkar til að vera með í þessu og getum því boðið uppá flotta afslætti af ýmsum vörum þessa helgina. En það var töluvert mikil vinna að panta vörurnar (ákveða hvaða vörur og hve mikið magn) og svo duttu þær allar í hús á nánast sama tíma og þá þarf að taka þær upp, setja sumt inn í sölukerfið, verðmerkja og stilla fram. Og þetta er enn meira verk heldur en það kannski hljómar, þannig að við höfum mætt báðar alla morgna og verið að framundir fjögur til fimm á daginn þessa vikuna. Nema í dag, þá fór Sunna ein í morgun og ég mæti ekki alveg strax. Er samt með móral og hef áhyggjur af því að það haldi áfram að flæða inn vörur, því við áttum jú ennþá eftir að fá tvær sendingar, og Sunna komist ekki yfir að taka það allt upp sjálf. Sérstaklega ef það koma margir viðskiptavinir sem þarf að afgreiða á sama tíma. Ætli ég hringi ekki í hana á eftir og heyri í henni hljóðið.
Ég þyrfti samt líka alveg nauðsynlega að ganga frá í eldhúsinu. Ég var nefnilega svo þreytt þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og fannst ég vera að fá hálsbólgu að ég vildi borða eitthvað staðgott. Svo ég eldaði mér grænmetissúpu en hafði ekki einu sinni orku í að ganga frá úr uppþvottavélinni, né setja í hana aftur. Þannig að eldhúsbekkurinn er bara fullur af óhreinu leirtaui. Eftir matinn sofnaði ég á sófanum en dreif mig svo á Bláu könnuna þar sem við hittumst nokkrar ljósmyndaskvísur.
Í morgun vakti ég Ísak um hálf átta og keyrði hann svo reyndar í skólann vegna þess að hann var með stórt plakat sem ekki mátti blotna. Ekki nennti ég í sund heldur kom heim aftur og fékk mér te og brauð og endaði svo aftur uppi í rúmi. Sofnaði nú samt ekki nema í mesta lagi í korter en það var samt gott að láta líða aðeins betur úr fótunum. Og nú er klukkan sem sagt orðin ellefu og eldhúsið og vaskahúsið bíða þess að einhver taki til heldinni. Já og ekki má gleyma fatahrúgunni í svefnherberginu. Mikið er samt agalega gott bara að sitja svona á rassinum aðeins lengur...
Það er búið að vera alveg brjálað að gera í vinnunni hjá okkur Sunnu þessa vikuna. Þannig er mál með vexti að Glerártorg á 10 ára afmæli nú um mundir og í því felst meðal annars að verslanirnar þurfa að vera með virkilega góð tilboð í tilefni afmælishátíðarinnar nú um helgina. Við fórum á stúfana og fengum birgjana okkar til að vera með í þessu og getum því boðið uppá flotta afslætti af ýmsum vörum þessa helgina. En það var töluvert mikil vinna að panta vörurnar (ákveða hvaða vörur og hve mikið magn) og svo duttu þær allar í hús á nánast sama tíma og þá þarf að taka þær upp, setja sumt inn í sölukerfið, verðmerkja og stilla fram. Og þetta er enn meira verk heldur en það kannski hljómar, þannig að við höfum mætt báðar alla morgna og verið að framundir fjögur til fimm á daginn þessa vikuna. Nema í dag, þá fór Sunna ein í morgun og ég mæti ekki alveg strax. Er samt með móral og hef áhyggjur af því að það haldi áfram að flæða inn vörur, því við áttum jú ennþá eftir að fá tvær sendingar, og Sunna komist ekki yfir að taka það allt upp sjálf. Sérstaklega ef það koma margir viðskiptavinir sem þarf að afgreiða á sama tíma. Ætli ég hringi ekki í hana á eftir og heyri í henni hljóðið.
Ég þyrfti samt líka alveg nauðsynlega að ganga frá í eldhúsinu. Ég var nefnilega svo þreytt þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og fannst ég vera að fá hálsbólgu að ég vildi borða eitthvað staðgott. Svo ég eldaði mér grænmetissúpu en hafði ekki einu sinni orku í að ganga frá úr uppþvottavélinni, né setja í hana aftur. Þannig að eldhúsbekkurinn er bara fullur af óhreinu leirtaui. Eftir matinn sofnaði ég á sófanum en dreif mig svo á Bláu könnuna þar sem við hittumst nokkrar ljósmyndaskvísur.
Í morgun vakti ég Ísak um hálf átta og keyrði hann svo reyndar í skólann vegna þess að hann var með stórt plakat sem ekki mátti blotna. Ekki nennti ég í sund heldur kom heim aftur og fékk mér te og brauð og endaði svo aftur uppi í rúmi. Sofnaði nú samt ekki nema í mesta lagi í korter en það var samt gott að láta líða aðeins betur úr fótunum. Og nú er klukkan sem sagt orðin ellefu og eldhúsið og vaskahúsið bíða þess að einhver taki til heldinni. Já og ekki má gleyma fatahrúgunni í svefnherberginu. Mikið er samt agalega gott bara að sitja svona á rassinum aðeins lengur...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)