Enn og aftur liggur leiðin á Gáseyri þar sem ég tók þessa mynd. Lá á maganum í sandinum og reyndi að ná nýju sjónarhorni á umhverfið. Ég fór út á Gáseyri með myndavélina til að reyna að slappa aðeins af og anda að mér sjávarloftinu. Það gekk bærilega, aðeins kríurnar sem trufluðu mig. Þær héldu víst að ég væri þarna í öðrum og verri erindagjörðum og töldu sig þurfa að verja afkvæmin fyrir þessari hættulegu manneskju. Engin þeirra goggaði nú samt í höfuðið á mér.
Ekki löngu síðar var reyndar friðurinn úti en þá hringdi Andri og bað mig að fara upp í háskóla með einkunnablað sem átti að vera búið að skila. Þannig að ég brunaði af stað í bæinn aftur. Skilaði blaðinu og nokkrum dögum síðar fékk hann skilaboð um að hann væri kominn með skólavist við Auðlindadeild HA. Það er nú reyndar spurning hvort hann hefur áhuga á að læra eitthvað þar - er alveg óráðinn í því hvað hann langar að læra.
Lengra verður víst bloggið ekki að sinni. Ég þarf að skutla Ísaki til vinar síns.
Ekki löngu síðar var reyndar friðurinn úti en þá hringdi Andri og bað mig að fara upp í háskóla með einkunnablað sem átti að vera búið að skila. Þannig að ég brunaði af stað í bæinn aftur. Skilaði blaðinu og nokkrum dögum síðar fékk hann skilaboð um að hann væri kominn með skólavist við Auðlindadeild HA. Það er nú reyndar spurning hvort hann hefur áhuga á að læra eitthvað þar - er alveg óráðinn í því hvað hann langar að læra.
Lengra verður víst bloggið ekki að sinni. Ég þarf að skutla Ísaki til vinar síns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli