fimmtudagur, 29. júlí 2010

Punktablogg...

- Sumarfríið mitt styttist snarlega í annan endann og víst ekkert við því að gera. Andlega séð er ég samt eiginlega komin með annan fótinn í vinnuna því ég þarf að færa bókhald fyrir virðisaukaskattskil 5. ágúst og er eins og venjulega á síðasta snúningi með það allt saman.
- Ókey, smá sjálfsvorkunn í gangi hérna, sem er ástæðulaust.
- Kosturinn er sá að búðin er lokuð á mánudaginn og þá get ég unnið allan daginn í bókhaldinu ef því er að skipta.
- Ég byrjaði að grunna handriðið fyrir aftan hús og verð víst að halda áfram og mála það líka.
- Húsið er allt í drasli en hver nennir að nota sumarfríið sitt í að laga til?
- Andri er að fara á þjóðhátíð í Eyjum og er voða spenntur. Vonandi gengur allt vel hjá honum.
- Kettirnir lifa ljúfu lífi og hafa engar áhyggjur. Heppin þau.
- Hrefna er í Bergen í Noregi, að vinna sem hjúkka í heimahjúkrun í einn mánuð. Það er flott hjá henni og gaman vonandi líka.
- Við höfum ekki fengið neina fleiri gesti og ekki er von á neinum.
- Ísak er búinn í vinnuskólanum, og er afskaplega ánægður með það.
- Ætli við skreppum ekki eitthvert á morgun í ljósmyndaferð.
- Ég er í hálf undarlegu skapi í dag, eins og sést kannski, en engin sérstök ástæða liggur að baki. 
Og nú ætla ég að klippa á mér neglurnar og fara svo í málningargallann.

Engin ummæli: