miðvikudagur, 14. júlí 2010

Reyni að standa mig betur...

Hér kemur svokallað punktablogg:
 • Það styttist í 2ja vikna sumarfríið mitt - sem er jákvætt :O)
 • Það er mikið að gera í vinnunni þessa dagana - sem er bara gaman
 • Við erum að fara að mála húsið - eða Valur og synir eru að fara að mála húsið
 • Liturinn er nánast ákveðinn...
 • Það er sól í augnablikinu
 • Ég fór í klippingu og litun í dag og er voða sæt, hehe ;)
 • Ég er að fara að borða Holtselsís, nammi namm
 • Við Valur og Ísak förum til Toronto þann 20. ágúst og verðum í viku
 • Ég hef tekið nokkuð af myndum að undanförnu og fer nú bara svolítið fram
 • Kettirnir hafa dregið stórlega í land með að merkja húsið - húsfreyjunni til mikillar gleði
 • Það er búið að vera óskaplega gaman að hafa ættingjana alla í heimsókn
 • Og nú man ég ekki eftir fleiru í bili

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kærar, kærar þakkir fyrir okkur! Sigurður var hæst ánægður með að "fá að slappa af" á Akureyri og við K-E vorum jafn ánægð með að upplifa það sem við gerðum. Kær kveðja frá Önnu systur :-)

Guðný sagði...

Gott að heyra að allir voru ánægðir :) Nú er kominn vinnupallur hér utan við húsið og Valur ákveðinn í að byrja að mála í dag. Ég fór enn eina ferðina að fá litaprufu í morgun en hún var misheppnuð - svo við höldum okkur við þennan gulgræna.