miðvikudagur, 28. júlí 2010

Sumarfílingur



Sumarfílingur, originally uploaded by Guðný Pálína.
Við Valur höfum að mestu leyti fengið gott veður í sumarfríinu og notið þess eins og vera ber. Eitt af því sem við reynum að gera, er að borða sem oftast úti þegar veður leyfir. Síðasta laugardag byrjuðum við daginn á að fara út að hjóla í góða veðrinu og tókum góðan hring út í Naustahverfi. Eftir hjóltúrinn var ég svo spræk að ég bjó til rabbarbarapæ og lagði á borð úti á palli. Datt í hug að klippa rósir og setti í gamla könnu sem ég nota nú yfirleitt sem vökvunarkönnu. Og tók svo auðvitað mynd af öllu fíneríinu :)

Engin ummæli: