Hvað um það, á endanum var valinn litur sem er hlýlegur og ætti að koma vel út, bæði við grænt gras og hvítan snjó. Eða það vona ég að minnsta kosti ;) Og ég fékk auðvitað vægt áfall þegar ég sá litinn kominn á heilt hús... Það er samt ekkert nýtt þegar ég á í hlut. Þetta gerist í hvert einasta skipti sem við málum eitthvað! En ég sé það samt að ég mun koma til að kunna ágætlega við þennan lit. Það á náttúrulega eftir að fara aðra umferð og þá dökknar liturinn + að það á eftir að mála í kringum gluggana og þá verður aðeins meiri kontrast milli þessa gulbrúna og hvíta.
En sem sagt, hér koma nokkrar myndir til gamans. Það er hægt að stækka myndirnar með því að smella á þær. Já og svo gleymdi ég alveg að segja frá því að strákarnir hafa að sjálfsögðu báðir tekið þátt í málningarvinnunni - og Kiddi kom líka í gær og í dag og hjálpar til. Margar hendur vinna létt verk!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli