miðvikudagur, 7. júlí 2010

Hestamynd fyrir mömmu



For my mom, originally uploaded by Guðný Pálína.
Já eða þannig ... Ætli henni finnist nú mikið til þessara hesta koma. Ekki sérlega reisulegir á myndinni að minnsta kosti. En þeir voru óskaplega fallegir í kvöldbirtunni þarna á bökkum Eyjafjarðarár í gærkvöldi og ég stóðst ekki að taka mynd af þeim.

Palli bróðir stoppaði hér á landi í eina viku og var gaman að hafa hann, þó svo auðvitað hafi hann mest verið á flakki út um hvippinn og hvappinn að heimsækja vini og kunningja. (Vá, þetta var löng setning). Svo eru Anna systir og hennar fjölskylda komin til landsins og eru væntanleg til okkar á föstudagskvöldið. Það verður gaman að hitta þau líka. Já og Hrefna var jú hér í tvær vikur í tengslum við stúdentsveisluna hans Andra, svo við erum bara að hitta óvenju mikið af ættingjum þessa dagana. Sem er virkilega notalegt.

Það styttist líka í sumarfrí hjá okkur Val. Hann vinnur síðast föstudaginn 16. júlí og fer svo í 4ra vikna frí, en ég vinn þá helgi og fer svo í 2ja vikna frí. Þetta er aðeins öðruvísi þegar maður er með fyrirtæki sjálfur, í stað þess að vinna hjá öðrum. Og júlí og ágúst eru annasamir mánuðir í búðinni, svo ekki dugar að taka sér margra vikna frí akkúrat á þeim tíma.

Nú er búið að rigna alveg gríðarlega hjá okkur hér Norðanlands í heila viku, eftir fádæma veðurblíðu allan júnímánuð. Fólki finnst vera nóg komið en áfram er spáð rigningu, enda ráðum við mannfólkið víst litlu um veður og vinda. Ég er í fríi í dag og ætlaði aðallega að nota tímann innanhúss, svo ég er svo sem ekkert ógurlega ósátt við rigninguna í dag. En ég er eitthvað að drepast í maganum og svaf lítið í nótt þess vegna, sem aftur gerir það að verkum að ég nenni litlu af þessum inniverkum sem ég ætlaði að vinna. Er bara löt í dag. Þarf samt nauðsynlega að skreppa í búð og skila buxum sem ég keypti í júní og ætlaði alltaf að skila. Verð að drífa mig áður en það byrjar útsala í búðinni. Það er nú meira hvað þessar útsölur eru farnar að byrja snemma, einu sinni var það ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi.

Og já já, þetta var nú bara svona tilgangslaust bullublogg - en blogg samt ;)

Engin ummæli: