fimmtudagur, 25. mars 2010

Blár heimur


Go with the flow, originally uploaded by Guðný Pálína.

Þessi mynd er tekin í Mývatnssveit, við "bláa lónið" þar. Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta kallast eitthvað, verð að viðurkenna það.

Annars er ég á leið í vinnuna, búin að fara í sund og borða morgunmatinn en er í allsherjar leti/þreytukasti og nenni ekki einu sinni að bursta tennur, hvað þá að koma mér af stað í vinnuna. En allt hefst þetta að lokum ;)

2 ummæli:

Anna sagði...

Var að kíkja á Flickr á myndirnar sem þú tókst í Mývatnssveit. Þær eru svo flottar!

Guðný sagði...

Takk fyrir það. Eins og gengur þá finnst manni ekki alltaf svo mikið varið í eigin verk... En gott ef þú hefur haft gaman af að skoða þær :)