föstudagur, 20. júní 2008

Í sveitinni


Í sveitinni, originally uploaded by Guðný Pálína.

Við Valur skruppum í bíltúr fram í fjörð í kvöld og rákum þar augun í hin ýmsu útilistaverk. Þessir spóar eru eftir Helga Þórsson í Kristnesi (listamannsnafn hans er Gamli elgur) og virðast þeir einna helst ætla að gogga í Val. Það sem sést ekki á myndinni er litli spóaunginn sem athygli þeirra beinist að en hann er niðri á jörðinni. En alla vega, ef þið eigið leið Eyjafjarðarhringinn þá skuluð þið endilega hafa augun opin, það er gaman að þessum listaverkum úti í náttúrunni.

Engin ummæli: