fimmtudagur, 19. júní 2008

Birta er búin að leggja undir sig sængina mína

það er að segja vetrarsængina. Við Valur höfum léttari sængur yfir sumarið því glugginn á svefnherberginu okkar snýr í vestur og oftar en ekki er ólíft þar inni vegna hita á kvöldin þegar við erum að fara að sofa. Yfirleitt hef ég sett sængurnar beint ofan í plastpoka og út í bílskúr þegar skiptin eiga sér stað en einhverra hluta vegna gerðist það ekki núna. Tja, það er að segja, sængin hans Vals er komin í skúrinn eftir að hafa verið viðruð úti á snúru en mín sæng ílentist í vinnuherberginu mínu og þar hafa kettirnir fundið mjúkt ból til að liggja í. Svo fyllist sængin af kattarhárum og þá vex mér í augum að þrífa hana og koma henni út í skúr. Þannig í staðinn fyrir að framkvæma þetta litla verk þá horfi ég á sængina verða kattarhárum að bráð og geri ekki neitt. Meiri vitleysan!

Engin ummæli: