miðvikudagur, 4. júní 2008

Smá bakslag

í orðsins fyllstu merkingu. Ég fékk þursabit í fyrradag sem fór versnandi og snarversnaði eftir nudd í gærmorgun. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er ekki í tengslum við brjósklosið (eða það held ég að minnsta kosti ekki), svo þetta ætti að lagast á einhverjum dögum/vikum. Ég fékk tíma hjá hnykkjara á föstudaginn og vonandi tekst honum að hnykkja einhverju viti í bakið á mér svo það hætti að svíkja mig svona í sífellu. Svo verð ég víst líka að taka mig á og gera eitthvað sjálf í málinu. Fara að æfa meira t.d. og ekki bara láta sundið duga eins og ég hef gert síðustu árin.

Hins vegar er ekkert bakslag á Glerártorgi, það er bara stöðugt rennerí af fólki í nýju búðina og bara gaman að því :-)

Engin ummæli: