mánudagur, 1. ágúst 2005

Verslunarmannahelgin

hefur liðið hjá í miklum rólegheitum. Valur var á vakt frá föstudegi til mánudagsmorguns og þ.a.l. vorum við bara heima. Það stendur þó til bóta því á morgun er ætlunin að færa sig suður yfir heiðar með synina og fara í smá fjölskyldufrí. Enda erum við foreldrarnir loksins komin í sumarfrí - yndislegt! Það á sem sagt að byrja í höfuðborginni og láta svo ráðast hvert haldið verður í framhaldinu. Við verðm nú örugglega ekki lengi á flakki því fótboltamót hjá Ísak og veiði hjá Val setja okkur skorður hvað tímann snertir.

Það verður hins vegar spennandi að sjá hvernig gengur að samræma svefntíma ólíkra fjölskyldumeðlima í ferðinni því Valur vaknar alltaf milli sex og sjö, Ísak vaknar um níuleytið, ég hef verið að sofa til hálf tíu undanfarna morgna (og vaknað eins og trukkur hafi keyrt yfir mig) og Andri.. já Andri hefur sofið til klukkan þrjú á daginn... Hann er ansi snöggur að snúa sólarhringnum við í fríum. Það er af sem áður var, þegar ég var á hans aldri var ég alltaf kominn á fætur um hádegi, þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa. Ekki vildi maður missa af sunnudagslærinu eða öðru sem var í helgarmatinn - og þá var aðalmatartíminn í hádeginu, ekki á kvöldin eins og tíðkast núna. Já, þetta eru ellimerki (að vera farin að rifja upp barnæskuna) ég veit það ;O)

Engin ummæli: