fimmtudagur, 11. ágúst 2005

Stínu-muffins (múffur?)

Eftir lauflétta ábendingu frá systur minni ákvað ég að setja hér inn uppskriftina að súkkulaði muffins sem ég var að baka í dag, eða múffum eins og ég held að þetta sé kallað á íslensku. Uppskriftin er komin frá Stínu vinkonu minni sem bjó í Tromsö á sama tíma og við - en því miður hittumst við alltof sjaldan núorðið (enda býr hún á Ólafsfirði, það er svo rosalega langt þangað...). Það má alveg örugglega skipta smjörlíkinu út með góðri olíu, minnka sykurinn og skipta smá af hveitinu út með heilhveiti til að gera múffurnar örlítið hollari. Spurning hvernig það félli í kramið hjá börnunum?? Allavega, hér kemur uppskriftin ;O)

2,5 bollar hveiti
1,5 bollar sykur
1 tsk. natron
1 tsk. salt
2 msk. vanillusykur
3 egg
1 dós jógúrt
220 gr. brætt smjörlíki
150-200 gr. saxað súkkulaði

Allt hrært saman, sett í múffuform og bakað við 190°C í ca. 15 mín.

Gæti ekki einfaldara verið! En talandi um hollustumúffur þá fann ég uppskrift að spelt múffum með súkkulaði hér sem svipar mjög til þessarar uppskriftar.

Engin ummæli: