Hef verið að skoða hótel í París á netinu síðasta klukkutímann eða svo. Það er úr ýmsu að velja og erfiðast að vita í hvaða "hverfi" borgarinnar er best að gista. Mér datt nefnilega ekkert í hug til að gefa Val í afmælisgjöf svo ég ákvað að bjóða honum til Parísar og er búin að kaupa farseðlana en á sem sagt þetta hótel-dæmi eftir. Hvað sem því líður þá verður gaman að fara í ferðalag saman tvö ein til útlanda án þess að um læknaráðstefnu sé að ræða.
Ég hafði nú ekki hugarflug í að láta mér detta í hug samhengið á milli veiðitúra Vals - ískursins í bílnum og reykta fisksins. En Baldur vinur okkar í Tromsö/Kópavogi sá í gegnum þetta og nú verður Valur aldeilis tekinn í karphúsið þegar hann kemur heim úr veiðinni. Ég ætti kannski að fá lánað svona fjólublátt vasaljós eins og löggurnar í CSI eru alltaf með og leita að sönnunargögnum í aftursætinu...... (Vona að þetta hafi ekki verið of gróft fyrir viðkvæmar sálir en svona geta "saklaus" comment á bloggið haft áhrif á bloggskrifara).