Ekki er það af því ég er svo vel sofin, svo mikið er víst ... Ég hef greinilega verið í einhverju stresskasti undanfarið því mér hefur gengið svo illa að sofna á kvöldin og vakna mun oftar á nóttunni. Vonandi tekst mér sem allra fyrst að komast á betra ról með svefninn. Það hlýtur alla vega að hjálpa til að ég er komin vel á veg með bókhaldið, svo þá verður einu streitu-efninu færra.
Annars hef ég svo sem ekkert gáfulegt að segja. Datt bara í hug að skrifa nokkrar línur, enda á það jú að vera svo hollt ;-) Margar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti þess að skrifa (t.d. í dagbók) en ég er reyndar ekki með neina rannsókn við hendina núna til að vísa í... kannski seinna.
Tja á meðan ég man, þá las ég einu sinni áhugaverða grein um að skrifa svokallaðar „morning pages“ en þá byrjar maður daginn á að skrifa 3 bls. um það sem er manni efst í huga þá stundina, til að hreinsa hugann, svo hægt sé að einbeita sér að verkefnum dagsins að þessu loknu. Þetta er reyndar mjög flott grein og ef einhver hefur áhuga þá er hana að finna hér. Ég prófaði þetta um sinn en gleymdi því svo aftur. Spurning að gera aðra tilraun núna í nóvember og desember og sjá hvort það hefur góð áhrif?
P.S. Myndina af mér tók Valur á nútímalistasafninu í Dublin.
P.S. Myndina af mér tók Valur á nútímalistasafninu í Dublin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli