sunnudagur, 24. nóvember 2013

Bein útsending úr sófanum

Er búin að eiga hálfgerða hörmungar helgi, undirlögð af verkjum og þreytu. Svona er þetta bara stundum. Er óendanlega þakklát fyrir að hafa verið í fríi. En ég hef fátt gert annað en liggja í sófanum og væflast milli herbergja. Eða jú ég setti mína heimatilbúnu jólakransa í gluggana og afrekaði að taka mynd núna áðan með símanum, liggjandi flöt í sófanum. Svo kryddaði ég myndina með einhverju myndvinnsluforriti, og bloggaði, allt með símanum. Já mikill er máttur nútímatækninnar.   



P.S. Finnst ykkur ekki heimilislegt að sjá reiðhjólið hans Vals inni í stofu? ;-) Ég hef a.m.k. lúmskt gaman af því.

Talandi um Val þá hefur hann ekki slegið slöku við um helgina, frekar en fyrri daginn. Fyrir utan að vera á vaktinni þá er hann búinn að sjá til þess að við Ísak deyjum ekki hungurdauða, og þar fyrir utan þá þreif hann sjónvarpsherbergið hátt og lágt í dag. Já svo fór hann í Bónus, gerði eina aðgerð í gær og aðra í dag ... og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki. 

Engin ummæli: