fimmtudagur, 4. apríl 2013

Tilraunastarfsemi

Að undanförnu hef ég lent í vandræðum með ótrúlega mikið magn af rusl-athugasemdum hér á blogginu. Ég var aldrei með athugasemdakerfið lokað og leiðist sjálfri óskaplega að þurfa að skrifa einhver staðfestingarorð til að geta gert athugasemdir á öðrum bloggsíðum. En síðan þetta rusl byrjaði að flæða inná síðuna mína þá þurfti ég að breyta um aðferðafræði. Upp á síðkastið hefur athugasemdakerfið verið hálf lokað, eða öllu heldur þá hef ég þurft að samþykkja allar athugasemdir áður en þær birtast. Því miður þá dugar þetta aðeins að því leyti að ruslið birtist ekki á síðunni, en kemur í tölvupóstinn min í staðinn, þar sem ég get valið að eyða því. Hins vegar hættir það ekki að koma.

Þannig að mér datt í hug að prófa annað athugasemdakerfi og sjá hvort það virkar eitthvað betur að þessu leyti. Þetta nýja kerfi heitir Disqus  og það er hugsanlega notendavænna, þar sem hægt er að nota facebook aðganginn sinn til að "skrá sig inn" og þar af leiðandi þarf fólk ekki að vera með sérstakan Disqus aðgang. Eini gallinn er sá að allar gömlu athugasemdirnar hurfu þegar ég ræsti nýja kerfið, en ég bað um að þær yrðu fluttar yfir og vonandi gengur það eftir.

En sem sagt, ef þetta er ómögulegt kerfi þá hætti ég bara í því og fer aftur í Blogger kerfið. Það væri gaman að fá að heyra hvað mínum tryggu lesendum finnst um þetta.

8 ummæli:

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Núna prófaði ég að "logga mig inn" í gegnum facebook til að geta skrifað athugasemd og það gekk svona ljómandi vel ;)

Elín Kjartansdóttir sagði...

en andstyggilegt að lenda í svona rusli.

Elín Kjartansdóttir sagði...

Ég er að prófa. Mér finnst við einkennilega líkar í útliti.

gudnypalina sagði...

Hahaha, já þetta er fyndið :) Af hverju skyldi myndin af mér koma hjá þér? Hm, þarf að skoða þetta betur, það er nokkuð ljóst ;) En takk kærlega fyrir að prófa þetta.

Andri Þór Valsson sagði...

Sæl mútta

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Aha, búin að átta mig á því sem ég gerði vitlaust - við erum ekki lengur líkar í útliti ;)

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Sæll sonur ;)

Guðný Pálína Sæmundsdóttir sagði...

Já ég skil ekki hvað gerðist eiginlega, þetta var alltaf í lagi hjá mér en svo varð bara sprenging í þessu rusli.