Já við Valur fórum af stað á föstudegi. Ég var að vinna en hann í sumarfríi, svo við lögðum af stað þegar ég var búin að vinna og við búin að taka okkur til í rólegheitum.
Við ókum sem leið lá á Blönduós, en fórum reyndar Svínavatnsleið síðasta spottann. Við áttum pantaða gistingu á Hótel Blönduósi, og áttum að hringja á undan okkur korteri fyrir áætlaða komu, þar sem gömul kona sér um hótelið en þar ekki fast heldur kemur bara eftir þörfum. Þess var líka óskað að við greiddum í peningum, þar sem sú gamla treystir sér víst ekki til að læra á posa.
Jæja við tékkuðum okkur inn og fengum lykla að herberginu. Það var nú svona allt í lagi herbergi, en ekkert umfram það. Hálf kalt var þar inni líka svo Valur hækkaði ofnana í botn, án þess þó að það bæri árangur. Við gátum ekki hugsað okkur að vera í köldu hótelherbergi, svo ég hringdi í hótelstjórann í Reykjavík, sem fjarstýrði því að maður kom og lét okkur hafa annað herbergi. Þar vorum við heppin því það herbergi var miklu stærra og vistlegra, auk þess sem útsýnið þaðan var svaka flott. Og það sem mest var um vert, ofnarnir voru í lagi.
Við komum okkur fyrir í þessu nýja herbergi og fórum svo í kuldagallann og gengum aðeins um þorpið og fórum svo út að borða. Ég held að veitingastaðurinn heiti Potturinn og pannan og matseðillinn lofaði bara góðu. Því miður var maturinn ekki alveg í takt við væntingarnar. Fyrst fengum við súpu sem var svo pipruð að maður stóð nánast á öndinni og síðan kom í ljós að fiskurinn (parmesanhjúpaður skötuselur - hljómar vel ekki satt?) var alveg jafn pipraður og súpan. Töluvert löngu eftir máltíðina var ég enn að plokka piparkorn út úr munninum... En já já, við lifðum þetta af og gengum í rólegheitum heim á hótel aftur. Akkúrat þá var sólin að setjast og sólarlagið var bara virkilega fallegt þarna á Blönduósi. Svo sofnuðum við snemma.
Framhald síðar...
mánudagur, 12. september 2011
Sólarlag við Blönduós
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Mikið er þetta falleg mynd! Leiðinlegt þegar maturinn er ekki góður.
Takk Harpa, þetta var sérlega fallegt sólsetur.
For et nydelig bilde! :)
SV: Tusen takk, det er veldig hyggelig å høre. Jeg skjønner akkurat hva du mener, for jeg føler det sånn selv også. Jeg føler at jeg i utgangspunktet er en positiv person som er flink til å nyte livet, men på de verste dagene sliter jeg virkelig. Da hjelper det ofte å bare synes synd på meg selv ei lita stund, for så å ta meg sammen og tenke framover. Det kommer jo alltid bedre dager, og hvis jeg greier å se det, så synes jeg det er lettere å komme gjennom de vanskelige dagene. :)
Skrifa ummæli