miðvikudagur, 7. september 2011

Tíðindalítið á Vesturvígstöðvunum

Remains of summer by Guðný Pálína
Remains of summer, a photo by Guðný Pálína on Flickr.
Já það er fátt að gerast þessa dagana. Helst veðrið sem er umræðuefni og það kemur ekki til af góðu. Hitastigið var 4 gráður þegar ég var á leið í vinnuna í morgun og ég saknaði þess að hafa ekki sett á mig vettlinga.
Talandi um vinnuna þá er september alltaf rólegur mánuður og svo er einnig núna. Það eru töluverð viðbrigði eftir allan hasarinn í sumar, og er bæði gott og slæmt. Það er gott að fá að pústa aðeins en gallinn er sá að það getur verið frekar leiðinlegt að vera í vinnunni þegar það er rólegt. Ég kann alltaf miklu betur við mig þegar það er nóg að gera, þó svo ég verði reyndar kannski þreyttari þannig...

Andri var að klára síðustu bóklegu prófin í einkaflugmannsnáminu og á nú bara eftir að safna fleiri flugtímum.

Ísak bíður spenntur eftir því að Menntaskólinn byrji og hið sama gerir mamma hans, sem er orðin ansi þreytt á iðjuleysi sonarins.

Hrefna er byrjuð aftur í skólanum eftir langt og gott sumarfrí og er í augnablikinu á taugadeild á Næstved sjúkrahúsi (held að það heiti það). Gallinn er sá að það er langt að fara fyrir hana.

En já nú er ég hætt þessu bulli. Ætli ég bloggi ekki aftur á morgun, það er vaninn að ég fer á fullt þegar ég byrja aftur eftir blogghlé ;)

Engin ummæli: