fimmtudagur, 16. júní 2011
Opnunartímar verslana
Já mér þykir fólk vera farið að teygja sig verulega þegar það er opið í mörgum verslunum á 17. júní. Ég bara skil ekki tilganginn - þ.e.a.s. ég veit jú að markmiðið er að græða peninga, en er ekkert heilagt lengur? Það er opið á frídegi verslunarmanna, opið á þjóðhátíðardaginn... Ég læt það vera þó ein og ein matvöruverslun sé með opið en ég sé ekki tilganginn í að vera með opið í Nettó, Rúmfatalagernum, Tiger og tískuverslunum. Og já ég veit að ég er ábyggilega mjög skrítin að hafa þá ekki líka opið til að fá aur í kassann, en mér finnst þetta bara ekki rétt þróun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli