þriðjudagur, 14. júní 2011

Þetta er allt að hafast

Ég er búin að ákveða hvaða mynd ég ætla að nota og Valur snillingur er meira að segja búinn að prenta hana út fyrir mig á afskaplega fallegan mattan og örlítið gulleitan pappír, sem gefur þessu dásamlega gamalt yfirbragð. Við höfðum stóran hvítan kant utan um sjálfa myndina og ég ætla ekki að setja neinn annan ramma, þetta er alveg fullkomið svona. Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað myndir öðlast nýtt líf við að vera prentaðar út í fullum gæðum. Þó þetta sé sama myndin og hér að neðan, þá er hún svona þúsund sinnum flottari útprentuð.

Annars er bara allt að fara á fullt í vinnunni þessa dagana. Brúðkaup og útskriftir eru bráðnauðsynlegur hlutur fyrir verslanir eins og okkar og skipta gríðarlegu máli. Ég var þvílíkt á fullu í allan morgun og náði samt ekki að klára allt sem ég hafði ætlað mér, því það var svo mikið að gera við að afgreiða viðskiptavini. Mikið stuð!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú verður spennandi að sjá hvaða mynd þú notar og hvernig hún lítur út. Geturðu tekið mynd af henni þegar sýningin er byrjuð? Heyrumst kannski fljótlega? Anna systir

Guðný Pálína sagði...

Já heyrumst endilega sem fyrst :) Ég notaði myndina þar sem kannan er bara ein og sér, en setti hana í þennan brúntóna lit sem þér fannst fallegur. Svo gerði gæfumuninn að prenta þetta á mattan pappír en ekki svona háglans nútíma pappír. Ég skal reyna að taka mynd af henni á sýningunni, en þessi sýning er á matsölustað, svo það verður nú kannski ekki mikil traffík þar inn, nema bara fólk sem er að borða.