laugardagur, 11. september 2010
Hornafjarðarmagi
Já nú rekur kannski einhver upp stór augu. Hornafjarðarmagi - hvað er nú það? Þannig er mál með vexti að þegar ég var lítil stelpa þótti mömmu á einverjum tímapunkti ég vera með útstæðan maga. Mamma er ættuð úr Hornafirði og líklega hefur stór magi verið í ættinni (a.m.k. minnir mig að amma hafi verið með fremur útstæðan maga). Þannig að mamma sagði einhverju sinni við mig að ég væri með Hornafjarðarmaga. Ég tók þessu nú ekki sem sérstakri upphefð og varð meira að segja fremur sár við mömmu, sem hefur án efa ekki meint neitt illt með þessu, heldur bara verið að reyna að staðsetja mig einhvers staðar á ættboganum. En já mér fannst það ómögulega geta verið mér til framdráttar að vera með stóran maga sem þar að auki gengi undir svona stóru nafni. Síðan leið tíminn og maginn á mér hefur nú verið nokkuð til friðs í gegnum tíðina. Það er helst að hann hafi stækkað í kringum meðgöngur barnanna en þess á milli hefur hann bara verið ágætlega sléttur og ekki sérlega útstæður. Þar til núna nýlega. Nú hef ég fitnað svo mikið að maginn hefur öðlast sjálfstætt líf. Stinnur og fínn af fitu stendur hann út í loftið og viti menn... ég er komin með Hornafjarðarmaga enn á ný ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er bara ekkert að trúa þessu Guðný mín. Ég er viss um að það þarf meira til, basta og hana nú!!! Enda er ekki langt síðan ég sá þig og þú hefur varla breyst það mikið síðan.......eða maginn! Anna "stóra systir"
Anna þetta er dagsatt. Ég bara skil ekki hvað hefur gerst í sumar en kílóin bara komu allt í einu (seinni part sumars). Passa ekki lengur í gallabuxurnar mínar, buhuhu...
Skrifa ummæli