miðvikudagur, 8. september 2010

Gáseyri í haustlitum


Ég er í smá pirringskasti núna og kannski ekki gott að vera að blogga akkúrat þá. En svo ég fái nú bara útrás fyrir það sem er að gera mig brjálaða þá kemur runan hér:
- Aðal vandamálið er að ég er að drepast úr millirifjagigt, eða er með bólgnar vöðvafestur í hægri síðunni, og þessu fylgja alveg ótrúlega miklir verkir. Svona eins og tannpína eiginlega og gerir mér erfitt um vik að nota hægri hendina því þetta er eins og allt í kringum axlarliðinn með leiðni út í handlegginn.
- Kettirnir eru að gera mig brjálaða með sínum endalausa óþrifnaði. Húsamerkingar, ælur, hár út um allt og sú staðreynd að endalaust þarf að þrífa kattaklósettið. Ég hugsa að ég væri löngu búin að losa mig við þau ef Ísak væri ekki á heimilinu, hann verður voða sár við mömmu sína þegar ég tala illa um kettina.
- Annað rusl og óhreinindi í húsinu - sem fylgja því að hér býr fólk... Einhverra hluta er það orðið miklu meira atriði í mínum huga hin síðari ár að hafa tiltölulega hreint og helst sem minnst rusl í kringum mig. En mikið óskaplega sem það er erfitt að viðhalda því.
- Já og kemur á óvart! Ég er aftur dottin í síþreytuástand - eða að minnsta kosti mjög mikla þreytu. Var nokkuð góð fyrstu tvo dagana eftir að við komum frá Kanada en svo bara BÚMM kom fílinnn og trampaði mig niður og þar er ég bara. Hef samt reynt að berjast gegn þessu með því að fara í sund á morgnana og það virkar pínu pons, en ekki nógu mikið.
- Gigtin hefur líka verið að hrjá mig en það gæti verið vegna þess að ég er byrjuð í sjúkranuddi og konan var nú reyndar búin að vara mig við að þá færi allt af stað.
- Hm, held bara að listinn sé tæmdur í bili. Mikið var nú gott að ausa aðeins úr sér, held bara að mér sé strax farið að líða aðeins betur ;-)

Engin ummæli: