föstudagur, 24. september 2010

Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysi

sagði pabbi oft, og ég er ekki frá því að þetta hafi verið rétt hjá honum. Eftir að hafa verið nálægt því að hætta við að fara í ljósmyndaferðina af því mér fannst þetta svo óyfirstíganlegt allt saman, datt ég niður á gott ráð. Ég ætla að fara með þeim í fyrramálið og vera með þeim fram á sunnudagsmorgunn. Þá tek ég rútuna frá Blönduósi til Akureyrar um hádegisbilið og verð komin heim um hálf þrjú. Kemst meira að segja á kóræfingu og alles :) Það myndi vera alltof mikið fyrir mig að vera tvo daga á ferðalagi eins og ástandið er á mér núna, svo þetta er bara prýðileg lausn. Þó svo ég missi af því að ljósmynda í Vatnsdalnum og á fleiri stöðum í Húnavatnssýslunni. Maður verður stundum að velja og hafna.

Engin ummæli: