Hm, annars veit ég eiginlega ekki alveg af hverju ég settist fyrir framan tölvuna og opnaði bloggið mitt. Hef ekkert sérstakt að segja í dag. Æ já nú man ég að ég þarf að kaupa kattamat. Hann er víst alveg búinn. Það er reyndar svo ágætt að það fæst matur í Jóni Spretti, en þar er opið langt fram á kvöld, svo maður þarf ekki að lenda í stresskasti þó gleymst hafi að kaupa mat á venjulegum opnunartíma hjá dýralæknunum. Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla að kaupa handa þeim matinn sem fæst í kjörbúðunum, þau verða bara ekki södd af honum.
Við Valur erum í hálfgerðu átaki að reyna að vera duglegri að gera hluti umfram þessa venjulegu, vinna, borða og sofa. Það gengur nú bara nokkuð vel enn sem komið er. Við erum m.a. búin að kaupa kort á fjóra tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og svo fórum við á tónleika á Græna hattinum á laugardagskvöldið. Þar spilaði Baraflokkurinn en sú hljómsveit var vinsæl þegar ég var svona ca. 15-20 ára. Flestir meðlimir hennar eru svona nokkurn veginn á aldur við mig og ég kannast við nokkra þeirra. Við höfðum bara voða gaman af því að fara og aldrei að vita nema við förum á enn fleiri tónleika í vetur. Það er alltaf gaman að hlusta á lifandi tónlist.
En já, ég er víst að fara í nudd á eftir og þarf að kaupa í matinn fyrst, svo það er best að hætta þessu rausi um ekki neitt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli