miðvikudagur, 27. janúar 2010

Öll að braggast - sem betur fer :)

Já það er náttúrulega ekki hægt annað en leyfa fólki að fylgjast með, þar sem ég var nú að básúna slappleika minn í fyrri pistli. Eftir hvíld á mánudaginn og maraþonsvefn aðfaranótt þriðjudags, já og á þriðjudagsmorgni, ákvað ég að drífa mig í vinnu seinnipartinn. Sem ég og gerði. Var nú óttalega drusluleg framan af og dauðþreytt þegar ég kom heim en svo eftir kvöldmatinn fann ég einhverja breytingu og vissi að nú væri ég að hressast. Þannig að í morgun fór ég meira að segja í sund og var nógu hress í vinnunni til að geta lagað aðeins til á lagernum. Mikið sem ég er fegin, það er alltaf svo leiðinlegt að vera veik.

Engin ummæli: