laugardagur, 5. júlí 2008

Ísak er að elda

Það er nú gott að hann tekur við keflinu af pabba sínum, svona þegar sá síðarnefndi er ekki heima til að sjá um matseldina. Ég hef áður minnst á það hvernig ég er orðin algjörlega ónýt til nokkurra verka í eldhúsinu og man aðeins óljóst hvernig tilfinning það var að elda mat. Andri hefur ekki ennþá leyft okkur að njóta góðs af öllum matreiðsluáföngunum sem hann tók í 8-10 bekk en mér sýnist Ísak ætla að koma sterkur inn. Nú svo er auðvitað aldrei að vita nema Andri taki sig til og sýni hvað í honum býr :-)

Engin ummæli: