mánudagur, 7. júlí 2008

Fýluferð á flugvöllinn


Ísak og Sigurður, originally uploaded by Guðný Pálína.

Þegar þessi mynd var tekin af þeim frændum vorum við á leið á flugvöllinn en Sigurður átti pantað flug til Reykjavíkur í kvöld og svo til Noregs á morgun. Þegar við komum á völlinn var okkur tilkynnt að það væri seinkun og við skruppum smá rúnt og komum svo aftur. Þá var tilkynnt að vélin hefði reynt að lenda en hætt við og átti að gera aðra tilraun. Það tók óratíma en loks heyrði ég flugvélina nálgast - og fljúga yfir... Ekki sérlega gaman. Þannig að við fórum aftur heim og næst á að athuga með flug klukkan 06.30 í fyrramálið. Úff, ekki mín sterka hlið að vakna snemma þessa dagana. En verði flogið þá verður það fyrst kl. 8.40 en standist það þá ætti Sigurður að ná vélinni til Oslóar kl. 12.10.

Engin ummæli: