miðvikudagur, 26. apríl 2006

Sá á kvölina sem á völina

Fékk óformlega fyrirspurn frá ráðningarskrifstofunni í dag varðandi vinnu. Ætti að vera ægilega glöð en málið er bara að þessi vinna er þess eðlis að ég þyrfti að vinna frekar mikið með tölur - og ég er svona skrýtin að hafa lært viðskiptafræði en hafa engan áhuga á tölum og fjármálum yfirhöfuð. Svo er þetta 8-16 vinna en mig langar helst í ca. 80% vinnu (já ég veit að ég er kröfuhörð). Kosturinn er aftur á móti sá að ég þekki konu sem vinnur á sama vinnustað og veit að hún hefur verið mjög ánægð þarna. Gallinn er sá að ég þyrfti að byrja sem fyrst og mig langar nú mest að vera í fríi í sumar, a.m.k. fá almennilegt sumarfrí. Æ, ég veit það ekki, sakar auðvitað ekki að fá nánari upplýsingar. Svo er ég auðvitað hrædd um að fá ekki neitt að gera ef ég ætla að bíða fram á haust. Þetta er stuð!

Engin ummæli: