þriðjudagur, 18. apríl 2006

Fyrsta skrefið

í átt að nýrri vinnu var tekið í dag. Ég fór inn á mannafl.is og fyllti þar út heljarinnar skráningareyðublað. Tók eilífðartíma og samt var ég með allar upplýsingar við höndina. Gallinn við svona stöðluð eyðublöð er að ekki er gert ráð fyrir nægilega mörgum svarmöguleikum alls staðar. Til dæmis gat ég skráð að ég hefði stundað sjúkraliðanám en ég gat ekki skráð að ég hefði útskrifast sem sjúkraliði, skildi það nú ekki alveg.

Skref nr. tvö verður svo tekið á morgun en þá á ég bókað viðtal við ráðgjafa hjá Mannafli - spurning hvernig það fer. Ég er alveg hrikalega léleg við að "selja" sjálfa mig - en það gengur víst allt út á það í dag. Mér hættir frekar til að draga úr eigin getu og hæfileikum í stað þess að ýkja þá. Þannig lagað myndi ég (samkvæmt fræðunum) passa vel inn í hollenska menningu en illa inn í þá bandarísku.

En nú er best að hætta þessu bulli og halda áfram að vinna!

Engin ummæli: