Annars er bara allt meinhægt. Ég hefði átt að vera að vinna seinni part í dag, en við Sunna höfðum ákveðið að vera saman fyrripartinn og fá Torfa til að vinna seinni partinn. Það var ýmislegt sem þurfti að gera og við vorum að vinna í auglýsingamálum, græja launin fyrir desember ofl. Svo ætluðum við líka að taka skurk í vörutalningu en það fór svo mikill tími í hitt dótið, að við töldum ekki neitt.
Eftir vinnu kíkti ég aðeins í Benetton aftur, bara svona til að sjá hvort ég gæti gert fleiri kjarakaup... en sá nú ekkert svona í fljótheitum. Var líka orðin svo lúin og steikt í hausnum að ég hugsaði að best væri að koma sér heim. Valur gaf mér svo kaffi um hálf fimmleytið þegar hann kom heim, og við það hresstist ég aðeins. Nógu mikið til að setjast hér og blaðra frá mér allt vit. Ég ætlaði nú eiginlega að fara að draga upp sniðið að kjólnum sem ég á alltaf eftir að sauma, og kannski ég geri það bara þegar ég stend upp frá tölvunni.
Á morgun koma mamma og Ásgrímur og ég á eftir að skipta á rúminu niðri, má ekki gleyma því. En hér má sjá efnið í kjólinn, já og sniðið. Ég tók þessa mynd í gær fyrir ljósmyndadagbókina. Það getur nú verið pínu snúið að eiga að "framleiða" mynd á dag. Í gær var ég t.d. nærri búin að gleyma að taka mynd dagsins...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli