miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Sírenuvæl

er eitt hræðilegasta hljóð sem ég heyri, líklega vegna þess sem hljóðið táknar, þ.e. einhver er hættulega slasaður eða veikur. Núna seinnipartinn hefur hver slökkvi- og sjúkrabíllinn á fætur öðrum ekið framhjá Pottum og prikum með sírenurnar vælandi, og ég er að verða ein taugahrúga. Sá á mbl.is að það hefur orðið árekstur á Svalbarðsströnd og maður er fastur í bíl. Miðað við þann fjölda slökkvi- og sjúkrabíla sem farinn er á staðinn er verið að gera allt sem hægt er til að aðstoða manninn og vonandi fer þetta vel.

P.S. Nýrri frétt á mbl.is segir að talið sé að sex manns hafi slasast, þetta er ekki gott.

Engin ummæli: