laugardagur, 16. febrúar 2008
Málningardagur í Vinaminni
Já, eftir að hafa verið að hugsa um að mála stofuna í þónokkurn tíma drifum við í þessu í dag. Það er að segja, Valur dreif í þessu, ég þvældist meira í kringum hann heldur en að gera mikið gagn. Undirbúningsvinnan tók mestan tíma, það þurfti að bera bækur, blóm, skrautmuni og málverk út úr stofunni og sparsla og pússa áður en hægt var að hefjast handa við sjálfa málningarvinnuna. Þá kom reyndar Andri heim á heppilegum tíma, svo við vorum þrjú að mála og munaði mikið um það. Náðum að fara eina umferð fyrir myrkur og svo verður önnur farin á morgun. Þetta verður mikil breyting, stofan verður hvít eftir að hafa verið gul í ellefu ár. Gaman að breyta aðeins til. Svo vantar okkur nýjar (lágar) bókahillur og skáp undir hljómflutningstækin en það kemur bara með kalda vatninu. Nú, og af því við erum komin í málningargírinn, þá mætti nú líka mála forstofuna og svefnherbergisganginn...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli