laugardagur, 3. september 2005

Vinna, vinna, vinna....

Já, eins og sjá má þá hefur vikan farið í vinnu og hvort þetta eru viðbrigðin eftir sumarfrí, slappleiki eftir veikindin, eða blanda af hvoru tveggja, þá er ég bara alveg búin á því í vikulok. Öll orka búin og meira að segja sólin úti freistar mín lítið.

Samt langar mig að skreppa í berjamó. Það þarf ekki einu sinni að vera alvöru berjamór (keyra eitthvert lengra + taka með nesti, berjatínur o.s.frv.), mér nægir alveg að fara hérna rétt upp fyrir bæinn og sitja í smá stund og tína upp í mig. Taka kannski með eina litla krús undir ber til að bjóða öðru heimilisfólki að smakka... Já, kannski ég láti verða af þessu þegar ég er búin að klippa bóndann.

Annars er ég öll út ötuð í einhverjum litlum hormónabólum - aðallega á hálsi og bringu + öxlum en ein og ein hefur ratað í andlitið á mér. Maður er orðin svo gamall að bólur eru ekki akkúrat efst á óskalistanum (eins og þær hafi einhvern tímann verið það!) og ég er nú hálf fúl yfir þessu enda klæjar mig líka í þær.

Loksins, loksins skín sólin ;O)

Engin ummæli: