1. Ég fæddist ekki á sjúkrahúsi eins og velflestir jafnaldrar mínir, heldur fæddist ég á Sjónarhæð þar sem fjölskylda mín bjó á þeim tíma.
2. Ég þjáðist af lyftufælni í mörg ár, en ástæðan fyrir fælninni var óvenju krassandi lýsing á lyftuslysi (af mannavöldum) í bók eftir Arthur Haily sem ég las á unga aldri.
3. Mér finnnst síld einhver sá allra versti matur sem ég hef nokkurn tímann smakkað => ég borða ekki síld!
4. Ég var orðin tvítug þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda, en það var í "Flug og bíl" til Salzburg í Austurríki með mínum ástkæra þáverandi "vini" og núverandi eiginmanni (og vini).
5. Í annarri utanlandsferð nokkrum árum síðar bjargaði Valur mér frá bráðum bana þegar kjötbiti stóð fastur í hálsinum á mér á veitingastað í sveitahéraði skammt frá Costa del sol. "Heimlich" takið kom þar að góðum notum ;-)
Svo mörg voru þau orð. Mér skilst að nú sé um að gera að "klukka" aðra í framhaldinu. Svo ég klukka Hrefnu og Rósu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli